Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/let.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á pari vallar á lokahringnum á Evian meistaramótinu í Frakklandi. Hún lék á 71 höggi í dag og var samtals á +3 á þremur hringjum. Þetta er besti árangur sem Íslendingur hefur náð á risamóti í golfi.

Ólafía hóf leik í dag á 10. braut og hún fékk fugl á 3. holunni eða þeirri 12. Hún tapaði síðan fjórum höggum á 14., 15. og 16. Hún vann eitt högg til baka á 18. sem var 9. hola dagsins hjá henni. Hún tapaði höggi á 2. braut sem var sú 11. hjá henni í dag. Hún vann síðan þrjú högg til baka á næstu átta holum með þremur fuglum

Staðan er uppfærð hér:

Vísir er með beina útsendingu frá keppninni hér:

mbl.is er með beina útsendingu frá keppninni hér: 

2. dagur:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn á Evian meistaramótinu í Frakklandi. Ólafía lék á +3 eða 74 höggum á öðrum keppnisdegi af alls þremur. Hún lék á pari vallar eða 71 höggi á fyrsta hringnum. Ólafía Þórunn er í 64.-72. sæti en 72 efstu kylfingarnir komust áfram.

Ólafía Þórunn var í 38. sæti eftir hringinn í gær og hún hóf leik kl. 6:39 í morgun að íslenskum tíma. Ólafía hóf leik á 1. teig í dag og hún byrjaði ekki vel þar sem hún fékk skramba á 2. holuna og lék þá næstu á +3 eða 7 höggum. Hún lagaði stöðu sína með tveimur fuglum á 7. og 9. holu. Hún fékk skolla á 10. og lék síðan næstu átta holur á parinu.

Staðan er uppfærð hér:

Vísir er með beina útsendingu frá keppninni hér:

mbl.is er með beina útsendingu frá keppninni hér: 

 

1. dagur:

Sung Huyun Park frá Suður-Kóreu er sem stendur efst á -8 og er með þriggja högga forskot. Ólafía hóf leik í dag á 10. teig og fékk hún skolla á 1. brautina eða þá 10. Hún lagaði stöðu sína með þremur fuglum í röð á 13., 14. og 15. sem voru 4., 5. og 6. hola dagsins hjá Ólafíu. Á næstu ellefu holum tapaði hún þremur höggum með skollum á 17., 4. og 6. Hún lagaði stöðuna með fugli á þeirri 9. sem var lokahola dagsins hjá henni.

Staðan er uppfærð hér:

Vísir er með beina útsendingu frá keppninni hér:

mbl.is er með beina útsendingu frá keppninni hér: 

Keppnishaldið fór úr skorðum í gær vegna veðurs og ákváðu mótshaldarar að fella niður 1. umferðina og verður mótið því 54 holur. Keppni hófst því að nýju í dag, föstudag, og verða sömu rástímar á keppendum og upphaflega var gert ráð fyrir á fyrstu tveimur keppnisdögunum.

Mótið er jafnframt fimmta og síðasta risamót ársins hjá atvinnukonum í golfi. Mótið fer fram á Evian Resort í Évian-les-Bains. Keppni var frestað í morgun vegna veðurs, en mikill vindur og úrkoma er á keppnissvæðinu.

Ólafía er ráshóp með góðri vinkonu sinni, Angel Yin frá Bandaríkjunum fyrstu tvo keppnisdagana. Kim Kaufman frá Bandaríkjunum er einnig með þeim í ráshóp. Þær áttu að hefja leik kl. 11:09 að íslenskum tíma á fimmtudaginn.

Mótið er þriðja risamótið á þessu ári þar sem Ólafía Þórunn er á meðal keppenda. Hún lék á KPMG mótinu í júní og á Opna breska meistaramótinu í júlí. Hún náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á þeim mótum.

Evian meistaramótið fór fyrst fram árið 1994 og er verðlaunaféð á mótinu það næst hæsta á eftir Opna bandaríska meistarmótinu. Heildarverðlaunféð á Evian er tæplega 400 milljónir kr. Á Opna bandaríska, þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir var á meðal keppenda, var verðlaunaféð tæplega 550 milljónir kr. Evian meistaramótið hefur frá árinu 2013 verið sameiginlegt risamót á vegum LPGA og LET Evrópumótaraðarinnar.

Keppnisvöllurinn er í um 500 metra hæð yfir sjávarmáli og er gríðarlegt útsýni yfir Genfarvatn í norðurátt.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ