Þau Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar eru kylfingar ársins árið 2014. Ólafía og Birgir eru m.a. Íslandsmeistarar í golfi og atvinnukylfingar styrkt af Forskoti afrekssjóði kylfinga en að honum standa Eimskipafélag Íslands, Íslandsbanki, Icelandair, Valitor og Golfsambandið
Í umsögn um valið kom fram að eftirfarandi:
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG:
Íslandsmeistari i höggleik karla og komst á lokaúrtökumótið fyrir Evrópsku mótaröðina. Birgir Leifur hefur verið í fremstu röð íslenskra kylfinga um árabil og var eini íslenski kylfingurinn sem náði alla leið í lokaúrtökumótið fyrir Evrópsku mótaröðina.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR:
Íslandsmeistari í höggleik kvenna og var lykilmaður í landsliði Íslands sem keppti á Heimsmeistaramótinu í Japan þar sem Ísland náði besta árangri kvennaliðs frá upphafi. Ólafía komst á lokaúrtökumótið fyrir Evrópsku mótaröð kvenna.