/

Deildu:

"Íslandsmótið í höggleik. Golf, sumar 2014, GKG, Leirdalsvöllur. Birgir Leifur Hafþórsson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Íslandsmót"
Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR voru útnefnd kylfingar ársins 2015. Frá þessu var greint í hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþróttasambands Íslands í Silfurbergi í Hörpu þann 30. desember sl.

Birgir Leifur hefur verið fremstur íslenskra kylfinga mörg undanfarin ár, og sýndi að hann er enn í stöðugri framför. Hann náði góðum árangri á Áskorendamótaröðinni sem er næsta sterkasta mótaröð Evrópu, þar sem besti árangur hans var 5. sæti. Birgir Leifur komst alla leið á lokastig úrtökumóta fyrir Evrópumótaröðina, en þó ekki hefði tekist að tryggja sér sæti þar, þá hefur hann fest sig í sessi í Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur er öðrum íþróttamönnum mikil fyrirmynd hvað varðar elju og þrautseigju.

Ólafía Þórunn náði frábærum árangri nú rétt fyrir jól þegar hún tryggði sér þátttökurétt í Evrópumótaröð kvenna, og mun því keppa meðal þeirra fremstu í heiminum á næsta ári. Hún lék frábært golf á árinu þar sem hún endaði tímabilið í 14. sæti. Ólafía Þórunn er glæsilegur fulltrúi íslenskra íþróttamanna á erlendum vettvangi, og mjög góð fyrirmynd annara íþróttamanna.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ