Valdís Þóra Jónsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) voru báðar á meðal keppenda á ASI Ladies Scottish Open eða Opna skoska meistaramótinu. Mótið var sameiginlegt verkefni hjá LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum og LET Evrópumótaröðinni.

Ariya Jutanugarn frá Taílandi sigraði á þessu móti á -13 samtals.

Valdís Þóra og Ólafía Þórunn komust ekki í gegnum niðurskurðinn á þessu móti.
Valdís Þóra endaði í 95. sæti á +3 samtals (74-71).

Ólafía lék á +5 samtals (77-70) og endaði í 114. sæti.

Mótið fór fram á Gullane Golf Club, sem er þekktur strandvöllur, rétt við Aberdeen í Skotlandi. Ólafía Þórunn lék á þessu móti í fyrra og náði góðum árangri – sem tryggði henni keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu sem fram fer í næstu viku.

Skor keppenda á Opna skoska meistaramótinu er uppfært hér:

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur nú þegar tryggt sér sæti á Opna breska meistaramótinu eins og sjá má í þessari frétt.

Valdís Þóra komst inn á risamót – keppir á Opna breska á Royal Lytham & St Annes

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ