/

Deildu:

Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Auglýsing

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir úr GR og Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir úr Leyni eru úr leik á loka­úr­töku­mót­inu fyr­ir Evr­ópu­mótaröðina.

Ólafía lék á 75 högg­um í dag og var fimm högg­um frá niður­skurðinum en Val­dís var höggi á eft­ir. Hún náði sér vel á strik í dag og lék á 72 högg­um en það var of seint.

Leikn­ir hafa verið fjór­ir hring­ir og eru þær 11 og 12 högg­um yfir pari. Nú verður kepp­enda­fjöldi skor­inn niður fyr­ir loka­hring­inn á morg­un.

Var þetta í fyrsta skipti sem Ísland á tvo full­trúa á loka­stigi úr­töku­mót­anna en Ólöf María Jóns­dótt­ir úr Keili er eft­ir sem áður eina kon­an sem unnið hef­ur sér inn keppn­is­rétt á Evr­ópu­mótaröðinni.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ