Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL hafa lokið keppni á 2. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Þær eru báðar úr leik og komast ekki inn á lokaúrtökumótið (Q-Series).

Leiknir voru fjórir keppnishringir, 72 holur, og komast um 40 efstu áfram inn á lokaúrtökmótið, (Q-Series).

Keppnin hófst mánudaginn 14. október og var keppt á Plantation Golf / Country Club í Bandaríkunum.

Keppnisvellirnir voru tveir, Bobcat og Panther.

Skor keppenda er uppfært hér:

Ólafía Þórunn lék hringina fjóra á 292 höggum (+4) (74-75-72-71). Ólafía endaði í 94. sæti og hefði hún þurft að vera á -3 samtals eða betur til að komast inn á (Q-Series).

Valdís Þóra lék hringina fjóra á 296 höggum (+8) (75-76-74-71). Hún endaði í 134. sæti en til þess að komast áfram hefði Valdís þurft að vera á -3 eða betra skori.

Þeir keppendur sem komast ekki áfram á lokaúrtökumótið ( Q-Series) hafa samt sem áður tryggt sér keppnisrétt á Symetra atvinnumótaröðinni, sem er sú næst sterkasta á eftir LPGA mótaröðinni.

Nánari upplýsingar um 2. stig úrtökumótsins er að finna hér:

Valdís Þóra komst í gegnum 1. stig úrtökumótsins sem fram fór í lok ágúst. Valdís Þóra endaði í 21.-36. sæti en alls reyndu 360 keppendur að komast í gegnum 1. stig úrtökumótsins.

Ólafía Þórunn var með keppnisrétt á Symetra atvinnumótaröðinni á þessu tímabili, auk þess sem hún var með takmarkaða þátttöku á sjálfri LPGA mótaröðinni. Hún fer því beint inn á 2. stig úrtökumótsins.

Lokaúrtökumót LPGA mótaraðarinnar, Q-Series, fer síðan fram á tímabilinu 21. okt-2. nóvember á Pinehurst golfvallasvæðinu í Norður-Karólínu.

Þar er keppt um 45 efstu sætin sem tryggja keppnisrétt á LPGA mótaröðinni keppnistímabilið 2019.

Þar verða leiknir 8 keppnishringir á tveimur vikum. Þeir kylfingar sem lenda í 20 efstu sætunum fá 100% keppnisrétt á LPGA en þeir sem enda í sætum 21-45 fá takmarkaðan keppnisrétt.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/ Arnaldur Halldórsson.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/ Arnaldur Halldórsson.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ