Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 56. sæti á Volvik meistaramótinu sem lauk um s.l. helgi á LPGA mótaröðinni. Ólafía lék hringina fjóra á -3 samtals en þetta var áttunda mótið hjá Ólafíu Þórunni á þessu tímabili á sterkustu mótaröð heims.
Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum en Ólafía hafði ekki komist í gegnum lokaniðurskurðinn á fimm mótum í röð. Á stigalista LPGA er Ólafía Þórunn í 116. sæti en hún þarf að vera á meðal 100 efstu til þess að halda keppnisrétti sínum á næsta tímabili. Þeir kylfingar sem eru í sætum 101.-125 í lok tímabilsins fá takmarkaðann keppnisrétt á næsta tímabili en þurfa samt sem áður að fara í gegnum úrtökumótið í desember.
Ólafía fór upp um 44 sæti á heimslistanum sem var uppfærður í gær. Hún er í sæti nr. 486. Valdís Þóra Jónsdóttir er í sæti nr. 616 á heimslistanum.
Næsta mót hjá Ólafíu Þórunni hefst á fimmtudaginn. Þá hefst ShopRite LPGA Classic mótið í New Jersey.
/
- Pistlahöfundur: Sigurður Elvar
Deildu:
Auglýsing
Deildu:
Jólakveðja frá GSÍ
22.12.2024
Golf á Íslandi
Mótaskrá GSÍ fyrir árið 2025
13.12.2024
Fréttir | stigamótaröðin | Unglingamótaröðin
Gott ár hjá landssamtökum eldri kylfinga
13.12.2024
Eldri kylfingar | Fréttir | LEK