Golfsamband Íslands

Ólafía Þórunn úr leik á fyrsta mótinu Symetra mótaröðinni

07/08/2018. Ladies European Tour 2018. European Championships, PGA Centenary Course. Gleneagles, Scotland August 8 -12 2018. Olafia Kristinsdottir of Iceland during a practice round. Credit: Tristan Jones

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er  úr leik á SKYIGOLF meistaramótinu dagana sem fer fram 7.-10. mars.

Mótið er hluti af Symetra atvinnumótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum.

Ólafía lék fyrstu tvo hringina á 72 og 75 höggum eða +3 samtals. Niðurskurðurinn var við +2 og komst Ólafía Þórunn því ekki áfram.

Mótið er það fyrsta hjá Ólafíu Þórunni á mótaröðinni á þessu ári.

Skorið er uppfært hér:

Ólafía er ekki með fullan keppnisrétt á LPGA mótaröðinni en með góðum árangri á Symetra mótaröðinni gæti Ólafía Þórunn tryggt sér keppnisrétt á LPGA á næsta tímabili. Tíu stigahæstu kylfingarnir á Symetra stigalistanum fá keppnisrétt á LPGA.

Nánar um Symetra mótaröðina hér. 

 

Exit mobile version