Ólafía Þórunn úr leik á Honolulu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Pure Silke LPGA mótinu á Bahamas. Mynd/seth@golf.is

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á LOTTE/HERSHEY mótinu á LPGA mótaröðinni sem fram fer á Honolulu eyju sem er hluti af Hawaii eyjaklasanum í Bandaríkjunum. Ólafía lék á 75 höggum á öðrum keppnisdeginum en hún lék hringina tvo á 76 og 75 höggum eða +7 samtals.

Flestir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda og má þar nefna Lydia Ko sem er efst á heimslistanum og So Yeon Ryu sem er í öðru sæti á heimslistanum.

Þetta er fimmta mótið hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu atvinnumótaröð heims. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum. Hún náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum.
(Visited 1,222 times, 1 visits today)