Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/let.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er úr leik á Kingsmill meistaramótinu sem fram fer í Williamsburg í Virginíu í Bandaríkjunum. Mótið er hluti af LPGA atvinnumótaröðinni sem er sterkasta mótaröð heims í atvinnugolfi kvenna.

Staðan er uppfærð hérna:

Ólafía Þórunn lék á pari vallar á fyrstu tveimur hringjunum og var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Aðeins verða leiknar 54 holur á þessu móti þar sem að veðrið hefur sett keppnishaldið úr skorðum.

Mótið í Virginíu var 10. mótið á tímabilinu hjá Ólafíu. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mót á tímabilinu. Hún endaði í 32. sæti á síðasta móti sem er næst besti árangur hennar á tímabilinu en besti árangur hennar er 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamas.

Ólafía var í ráshóp með Lee Lopez frá Bandaríkjunum og Paula Reto frá Suður-Afríku fyrstu tvo keppnisdagana.

Að venju eru flestir af bestu leikmönnum heims á meðal keppenda. Ólafía Þórunn keppti síðast í byrjun maí. Hún notaði síðustu viku við æfingar í Pinehurst ásamt þjálfara sínum.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ