Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á KIA Classic mótinu á LPGA mótaröðinni eftir að hafa leikið á +3 samtals á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Ólafía lék á +2 á öðrum hringnum eða 74 höggum en hún lék á +1 á fyrsta hringnum. Ólafía var tveimur höggum frá því að komast áfram en niðurskurðurinn var við +1.
KIA Classic mótið í Carlsbad í Kaliforníu í Bandaríkjunum er fjórða mótið á tímabilinu á LPGA hjá Ólafíu en hún var í 65. sæti eftir fyrsta hringinn. Þetta er annað mótið í röð þar sem Ólafía nær ekki að komast áfram eftir tvo fyrstu keppnisdagana en hún náði því á fyrstu tveimur mótunum.
Næsta mót á LPGA mótaröðinni er fyrsta risamót ársins, ANA Inspiration sem fram fer á Rancho Mirage í Kaliforníu. Ólafía Þórunn er ekki með keppnisrétt á því móti.
Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta móti í Phoenix þar sem hún lék á -3 samtals á 36 holum.
Ólafía er í ráshóp með Regan De Guzman frá Filipseyjum og Kris Tamulis frá Bandaríkjunum. Þær hófu leik á 1. teig og slógu fyrstu höggin kl. 20:50 að íslenskum tíma á fimmtudagskvöld.
[button color=““ size=““ type=““ target=““ link=““]Þetta er fjórða mótið hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu mótaröð heims en hún er í 94. sæti á stigalistanum á LPGA. Hún náði að komast í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum. [/button]
Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi hefur titil að verja á KIA Classic mótinu sem fer fram í áttunda sinn. Ko lék samtals á -19 á fjórum hringjum og hafði betur gegn Inbee Park frá Suður-Kóreu á lokahringnum. Ko var fjórum höggum betri en Park þegar uppi var staðið. Ko hefur sigraði í fimm skipti á LPGA þegar hún hefur verið í efsta sæti eftir 54 holur og var sigur hennar á KIA Classic sá fimmti. Ko endaði í áttunda sæti á Bank of Hope mótinu sem lauk með sigri Anna Nordkvist um síðustu helgi, en Nordkvist sigraði á KIA Classic mótinu árið 2014.
Úrslit á KIA Classic:
2016: Lydia Ko (68-67-67-67) = 269 (-19)
2015: Cristie Kerr (67-68-68-65) = 268 (-20)
2014: Anna Nordqvist (73-68-67-67) = 275 (-13)
2013: Beatriz Recari (69-67-69-74)= 279 (-9)
2012: Yani Tseng (67-68-69-70) = 274 (-14)
2011: Sandra Gal (67-68-70-71) = 276 (-16)
2010: Hee Kyung Seo (70-67-69-70) = 276 (-12)