Ólafía Þórunn Kristinsdóttir skrifaði nýjan kafla í golfsögu Íslands þegar hún hóf leik á KPMG-mótinu á LPG-mótaröðinni. Ólafía er fyrsti íslenski kylfingurinn sem leikur á einu af risamótunum á atvinnumótaröð.
Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum tveimur hringjum. Hún lék samtals á +5 (74-73) en hún hefði þurft að leika tveimur höggum betur til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafía var á parinu eftir 9 holur en hún náði þremur fuglum í röð á 9., 1., og 2. holu. Í kjölfarið fékk hún fjóra skolla í röð sem gerði út um vonir hennar að komast áfram.
Fylgst var með gangi mála hjá Ólafíu á Twittersíðu GSÍ og má sjá færslurnar hér fyrir neðan.
Einnig var ítarleg umfjöllun um allar holurnar hjá Ólafíu á Visir.is
Hér verður hægt að fylgjast með gangi mála hjá Ólafíu.
Mótið hét áður PGA meistaramótið mótið og er eitt af fimm risamótum hvers árs á LPGA-mótaröðinni. Ólafía Þórunn er fyrsti íslenski kylfingurinn sem leikur á einu af risamótunum. Hún vann sér inn keppnisrétt með því að bæta stöðu sína á stigalista LPGA mótaraðarinnar þar sem Ólafía er með keppnisrétt.
KPMG-mótið fer fram á Olympia Fields Country Club í Illinois í Bandaríkjunum en mótið hefur farið fram frá árinu 1955. Fyrsti keppnisdagurinn er fimmtudagurinn 29. júní og verða leiknir fjórir hringir. Að loknum 36 holum verður niðurskurður í keppendahópnum.
Brooke Henderson frá Kanada hefur titil að verja en Inbee Park frá Suður-Kóreu hafði sigrað þrívegis í röð áður en Henderson rauf sigurgöngu hennar í fyrra.
Að því loknu er hún með nægilega mörg stig í LPGA-mótaröðinni í ár til að vera með keppnisrétt á KPMG-mótinu sem fram fer í Olympia Fields í Illinois og hefst fimmtudaginn 29. júní en lýkur sunnudaginn 2. júlí.
Ólafía fer á 1. teig klukkan 9:30 að staðartíma í Illinois-ríki á fimmtudaginn eða kl. 14.30 að íslenskum tíma. Wendy Doolan frá Ástralíu og Annie Park frá Bandaríkjunum verða með Ólafíu í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana.
Olympia Fields er par 70 og 6.714 metra langur. Heildarverðlaunaféð á mótinu er tæplega 380 milljónir kr.
Eins og áður segir eru risamótin alls fimm hjá LPGA mótaröðinni. Þau eru:
ANA Inspiration
KPMG PGA Championship
U.S. Women’s Open
Women’s British Open
The Evian Championship