/

Deildu:

Valdís Þóra og Ólafía Þórunn.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er komin í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti á lokastigi fyrir keppnisrétti á evrópsku mótaröð kvenna. Ólafía komst nokkuð örugglega í gegnum niðurskurðinn í mótinu sem gerður var að loknum fjórða hring sem leikinn var í dag. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni komst ekki í gegnum niðurskurðinn og er úr leik.

67 kylfingar komust í gegnum niðurskurðinn sem miðaður var við tvö högg yfir par. Ólafía lék á 71 höggi í dag eða einu höggi undir pari og er í 35. – 40. sæti á samtals einu höggi undir pari. Hún fékk þrjá fugla og tvo skolla í dag.

Staðan í mótinu

Ólafía Þórunn er aðeins tveimur höggum frá því að vera á meðal 30 efstu í mótinu sem fá fullan keppnisrétt á evrópsku mótaröðina á næstu leiktíð. Með því að komast í gegnum niðurskurðinn hefur Ólafía áunnið sér inn takmarkaðan keppnisrétt á mótaröðinni á næstu leiktíð. Hún er núna aðeins hársbreidd frá því að komast inn á næst sterkustu mótaröð í kvennagolfinu með fullan keppnisrétt.

Hringurinn hjá Ólafíu í dag.
Hringurinn hjá Ólafíu í dag.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er úr leik í mótinu eftir erfiðan dag. Hún lék hringinn í dag á 81 höggi eða níu höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Valdís fór illa af stað og náði sér ekki á strik. Slæmur endir hjá Valdísi Þóru eftir góða byrjun.

Lokahringurinn fer fram á morgun og verður spennandi að sjá hvort Ólafíu Þórunni takist að verða annar kylfingurinn í íslenskri golfsögu til að tryggja sér keppnisrétt á evrópsku mótaröð kvenna. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili var fyrst íslenskra kvenna til að afreka það.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Mynd/GSÍ
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Mynd/GSÍ

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ