Auglýsing

„Ég er í skýjunum yfir fyrstu landsliðsæfingabúðir vetrarins þar sem ég fann fyrir miklum krafti, áhuga og einbeitingu landsliðskylfinga,“ segir Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, sem valdi á dögunum 39 leikmenn í landsliðshóp GSÍ.

Hópurinn hittist um s.l. helgi og hófst dagskráin á föstudaginn með kynningu á starfseminni í bland við fræðslu um ýmislegt sem tengist afreksgolfi. Á laugardaginn fór hópurinn í líkamsþjálfun hjá Baldri Gunnbjörnssyni sjúkraþjálfara og æfði í Kórnum, þar sem að GKG er með æfingaaðstöðu.

Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson hittu hópinn sunnudagsmorgun og deildu þau reynslu sinni af atvinnumennsku í golfi og svöruðu spurningum landsliðskylfinga. Að því loknu fór fram æfing í Hraunkoti, æfingaaðstöðu Keilis í Hafnarfirði.

Landsliðshópurinn mun hittast alls sjö sinnum í vetur þar sem að lögð verður áhersla á fjölbreytta fræðslu og keppnislíkar æfingar.

<strong>Ólafur Björn Loftsson<strong>

Stærstu landsliðsverkefni næsta sumar eru Evrópumót liða í júlí og Heimsmeistaramót karla og kvenna í Frakklandi í ágúst þar sem keppt er á Le Golf National vellinum sem hélt Ryder Cup 2018.

Ólafur Björn bætir því við að síðustu mánuðir hafi verið nýttir til þess að móta afreksstarfið í samvinnu við starfsfólk og afreksnefnd GSÍ, þjálfara, afrekskylfinga og fleiri aðila. Þar á meðal var ný upplýsingasíða landsliðsins mótuð og sett í loftið. Á síðunni má finna allar helstu upplýsingar um starfsemi landsliðsins. Nánar hér.

„Eitt af markmiðum okkar er að skapa skemmtilegt, hvetjandi og lærdómsríkt umhverfi þar sem afrekskylfingar geta blómstrað bæði innan vallar sem utan. Áhersla er að byggja sterka og trausta liðsheild og njóta samlegðaráhrifa á hinum ýmsu sviðum. Ég vil leggja áherslu að miðla betur þeirri fjölbreyttri og viðamikilli þekkingu sem býr í okkar hreyfingu. Ég vil þakka Ólafíu, Haraldi og Axel kærlega fyrir að gefa landsliðskylfingum áhugarverða innsýn inn í heim atvinnukylfingsins og deila skemmtilegum reynslusögum. Jafnframt vil ég þakka Baldri fyrir metnaðarfulla vinnu með kylfingunum og GKG og GK fyrir að taka vel á móti okkur um helgina. Góður stuðningur og samvinna skiptir gífurlega miklu máli fyrir okkar fremstu kylfinga,“ segir Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri GSÍ.

Nánar á nýrri upplýsingasíðu um landslið GSÍ.

Landsliðshópur Íslands er þannig skipaður.


NafnKlúbburFæðingarár
Aron Snær JúlíussonGKG1996
Birgir Björn MagnússonGK1997
Gísli SveinbergssonGK1997
Hákon Örn MagnússonGR1998
Hlynur BergssonGKG1998
Jóhannes GuðmundssonGR1998
Daníel Ísak SteinarssonGK2000
Sverrir HaraldssonGM2000
Aron Emil GunnarssonGOS2001
Kristófer Karl KarlssonGM2001
Sigurður Bjarki BlumensteinGR2001
Dagbjartur SigurbrandssonGR2002
Lárus Ingi AntonssonGA2002
Tómas Eiríksson HjaltestedGR2002
Böðvar Bragi PálssonGR2003
Bjarni Þór LúðvíkssonGR2004
Gunnlaugur Árni SveinssonGKG2005
Elías Ágúst AndrasonGR2006
Skúli Gunnar ÁgústssonGA2006
Veigar HeiðarssonGA2006
Guðjón Frans HalldórssonGKG2007
Hjalti JóhannssonGK2007
Markús MarelssonGK2007
NafnKlúbburFæðingarár
Ragnhildur KristinsdóttirGR1997
Andrea BergsdóttirGKG2000
Heiðrún Anna HlynsdóttirGOS2000
Andrea Ýr ÁsmundsdóttirGA2002
Hulda Clara GestsdóttirGKG2002
Jóhanna Lea LúðvíksdóttirGR2002
Katrín Sól DavíðsdóttirGM2004
María Eir GuðjónsdóttirGM2004
Nína Margrét ValtýsdóttirGR2004
Berglind Erla BaldursdóttirGM2005
Sara KristinsdóttirGM2005
Helga Signý PálsdóttirGR2006
Perla Sól SigurbrandsdóttirGR2006
Eva KristinsdóttirGM2007
Fjóla Margrét ViðarsdóttirGS2007
Pamela Ósk HjaltadóttirGM2008

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ