Golfsamband Íslands

Ólafur Björn valdi 29 leikmenn í landsliðshóp GSÍ – fyrstu æfingabúðir vetrarins tókust vel

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, valdi á dögunum 29 leikmenn í landsliðshóp GSÍ. Hópurinn kom saman í fyrstu æfingabúðir vetrarins dagana 15.-17. nóvember. 

“Það er alltaf jafn spennandi að hefja nýtt tímabil og finna fyrir þessum mikla áhuga hjá okkar bestu og efnilegustu afrekskylfingum. Æfingabúðirnar heppnuðust mjög vel og það var sérstaklega gaman að taka á móti mörgum nýjum ungum kylfingum. Stærra skref var tekið í ár að leggja meiri áherslu á yngri landsliðskylfinga ásamt því að fækka í landsliðshópnum. Samhliða því hefur staðið yfir mikil vinna við að styrkja alla umgjörð afreksstarfsins. Landsliðskylfingar munu hljóta aukinn stuðning á næsta ári sem skiptir þá miklu máli á þeirra háleitu vegferð”

Fyrsta verkefni hópsins í æfingabúðunum fór fram í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 15. nóvember þar sem að Ólafur Björn fór yfir kynningu á starfseminni fyrir kylfinga, foreldra þeirra og þjálfurum. 

Laugardaginn 16. nóvember fóru fram æfingar í aðstöðu GKG í Kórnum og í knattspyrnuhúsinu Fellinu í Mosfellsbæ. Sunnudaginn 17. nóvember æfði hópurinn í aðstöðu Keilis í Hraunkoti. 

Í byrjun janúar á næsta ári fer landsliðshópurinn í æfingaferð til Spánar. Undanfarin tvö ár hefur hópurinn farið til Hacienda del Alamo en nú verður haldið á nýjan stað. 

“Það ríkir mikil eftirvænting eftir æfingaferðinni enda ótrúlega dýmætur tími til að þróa sinn leik og styrkja tengsl á milli kylfinga. GSÍ samdi við La Finca golfsvæðið sem er eitt flottasta svæði í Alicante og hefur allt sem við vorum að leitast eftir. Frábær golfvöllur og glæsileg æfingaaðstaða. Við erum þakklát að geta boðið okkar afrekskylfingum upp á þetta tækifæri og hlökkum mikið til.”

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

NafnKlúbbur
Arnar Daði SvavarssonGKG
Aron Emil GunnarssonGOS
Auður Bergrún SnorradóttirGM
Björn Breki HalldórssonGKG
Bryndís Eva ÁgústsdóttirGA
Böðvar Bragi PálssonGR
Dagbjartur SigurbrandssonGR
Elva María JónsdóttirGK
Eva Fanney MatthíasdóttirGKG
Eva KristinsdóttirGM
Fjóla Margrét ViðarsdóttirGS
Guðjón Frans HalldórssonGKG
Gunnar Þór HeimissonGKG
Gunnlaugur Árni SveinssonGKG
Halldór JóhannssonGK
Hjalti Kristján HjaltasonGM
Hulda Clara GestsdóttirGKG
Kristján Karl GuðjónssonGM
Logi SigurðssonGS
Markús MarelssonGK
Máni Freyr VigfússonGK
Óliver Elí BjörnssonGK
Pamela Ósk HjaltadóttirGM
Perla Sól SigurbrandsdóttirGR
Sara María GuðmundsdóttirGM
Skarphéðinn Egill ÞórissonNK
Skúli Gunnar ÁgústssonGK
Tómas Eiríksson HjaltestedGR
Veigar HeiðarssonGA
Exit mobile version