Íslandsmót unglinga 2024 í holukeppni fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði dagana 24.-26. ágúst.
Úrslitin réðust í dag, mánudaginn 26. ágúst.
Til úrslita í drengjaflokki 15-16 ára léku Óliver Elí Björnsson, GK og Arnar Daði Svavarsson, GKG. Þar hafði Óliver Elí betur á fyrstu holu í bráðabana eða 19. holu.
Guðlaugur Þór Þórðarson, GL og Kristján Karl Guðjónsson, GM léku til úrslita um þriðja sætið og þar hafði Guðlaugur betur á fyrstu holu í bráðabana eða 19. holu.
Öll úrslit úr þessum flokki eru hér fyrir neðan.