Ólöf María Einarsdóttir úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík lék á sterku áhugamannamóti á Írlandi um helgina. Ólöf keppti á opna írska áhugamannamótinu fyrir stúlkur og endaði hún í 25. sæti af alls 72 keppendum. Hún lék hringina þrjá á 79-75-79 (+20) og var hún 15 höggum á eftir sigurvegaranum.
Ólöf María var valinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014 en hún sigraði á 4 af alls 6 mótum í sínum aldursflokki á Íslandsbankamótaröð unglinga. Hún er 15 ára gömul og fagnaði hún sigri á Íslandsmótinu í holukeppni á síðasta tímabili í flokki 15-16 ára. Hún varð Íslandsmeistari í sveitakeppni með GHD og á síðasta ári lék hún á þremur mótum erlendis. Ólöf María er í afrekshóp Golfsambands Íslands 18 ára og yngri.