Site icon Golfsamband Íslands

Opið fyrir skráningu á Íslandsmótið í holukeppni 2022 á Hlíðavelli í Mosfellsbæ

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Íslandsmótið í holukeppni 2022 sem fram fer á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar dagana 17.-19. júní 2022.

Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins. Alls eru 64 keppendur á Íslandsmótinu í holukeppni, 32 konur og 32 karlar.

Þátttakendur skulu tilkynna um þátttöku í síðasta lagi kl. 23:59 miðvikudaginn 8. júní.

Smelltu hér til að skrá þig:

Mótsstjórn getur þó heimilað þátttöku, berist tilkynning síðar, hafi hámarksfjölda þátttakenda ekki verið náð.

Þátttökurétt í hvorum flokki hafa:

  1. Ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni.
  2. Þrír efstu Íslendingar á heimslista atvinnumanna (www.owgr.com) kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur.
  3. Þrír efstu Íslendingar á heimslista áhugamanna (www.wagr.com) kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur.
  4. Stigahæstu kylfingar á stigamótaröðinni, þar til fullum fjölda þátttakenda er náð. Stig reiknast þannig að við stig ársins bætast stig frá síðasta ári, frá og með fyrsta stigamóti eftir síðasta Íslandsmóti í holukeppni, þ.e. síðasta Íslandsmót í holukeppni telur ekki í stigafjöldanum.

Ákveði einhverjir kylfingar sem eiga þátttökurétt að nýta hann ekki færast kylfingar upp um sæti sem því nemur og þeim næstu á stigamótaröðinni er boðinn þátttökuréttur. Séu kylfingar jafnir í sæti á stigamótaröðinni, sbr. lið 4, telst sá ofar sem ofar varð í Íslandsmótinu í golfi. Séu kylfingar enn jafnir, telst sá ofar sem náð hefur efra sæti á öðrum stigamótum. Séu kylfingar þá enn jafnir ræður hlutkesti. 

Náist ekki full skráning þátttakenda samkvæmt ofangreindu skal öðrum kylfingum heimil þátttaka. Ræður þá forgjöf þátttökurétti. Séu kylfingar með jafnháa forgjöf ræður hlutkesti. Miðað er við forgjöf þátttakenda kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur.

Mótsgjald og æfingahringir

Mótsgjald er 9.000 kr. og skal greitt við skráningu.

​Þeir kylfingar sem komast ekki inn í mótið fá mótsgjald endurgreitt að móti loknu.

Æfingadagar eru 13., 14., 15. og 16. júní. Vinsamlegast bókið æfingahringi fyrir 10. júní til að fá tryggðan rástíma á uppgefnum tímum.

Rástímar fyrir æfingahringi eru eftirfarandi:

13. júní kl. 10 – 16

14 júní kl. 9 – 12

15 júní kl. 10 – 16

16 júní kl. 10 – 16

Keppendur eru beðnir um að hafa samband á afgreidsla@golfmos.is til að bóka rástíma fyrir æfingahring. Vinsamlegast athugið að skilyrði er að hafa greitt mótsgjald og vera skráður í mótið til að mega leika æfingahring án endurgjalds. 

Fyrir rástíma utan þessara tíma vinsamlegast hafið samband við klúbbinn.

Veitt verða verðlaun (gjafakort)  fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.

1.sæti: 90.000 kr.  

2. sæti: 60.000 kr.   

3. sæti: 30.000 kr.

Leikir og rástímar í riðlakeppni verða birtir í hlekk þegar nær dregur hér fyrir neðan. 8 manna, undanúrslit og úrslit verða birt í GolfBox.

Hér má sjá stöðuna á stigalistum:

Stigalisti karla á OWGR

Stigalisti kvenna á OWGR

Stigalisti karla á WAGR

Stigalisti kvenna á WAGR

Stigalisti karla fyrir holukeppni

Stigalisti kvenna fyrir holukeppni

Reglugerð um Íslandsmót í holukeppni

Dómari: Sigurður Geirsson og Davíð Baldur Sigurðsson

Mótsstjórn: Ágúst Jensson, Davíð Gunnlaugsson, Gísli Karel Einarsson, Brynjar Geirsson, Hörður Geirsson, Kristín María Þorsteinsdóttir, Viktor Elvar Viktorsson. 

*Birt með fyrirvara um breytingar*

Exit mobile version