Fyrsta stigamót tímabilsins á unglingamótaröð GSÍ fer fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar dagana 26. – 28. maí 2023. GM er framkvæmdaraðili mótsins.
Í flokki 14 ára og yngri ára verður leikið á Bakkakotsvelli. Keppt er samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á www.golf.is fyrir kl. 11:59 miðvikudaginn 24. maí. Engar undantekningar á skráningu í mótið verða leyfðar eftir að skráningu lýkur, þó svo laus sæti séu í mótið. Allar breytingar á skráningu í mótið ber að senda í tölvupósti á golfmos@golfmos.is. Athugið að kylfingur verður ekki afskráður úr mótinu eftir að rástímar hafa verið birtir.
Leikfyrirkomulag
Í flokkum 14 ára og yngri eru leiknar 36 holur. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.
Áætlaðir rástímar
Laugardagur 08:00 – 10:00
Sunnudagur 08:00 – 10:00.
Rástímar og ráshópar
Rástímar verða birtir á golf.is á miðvikudeginum fyrir mót. Ræst verður út af 1. teig.
Þátttökuréttur
Hámarksforgjöf í flokknum er 30 hjá strákum og 36 hjá stelpum
Ef fjöldi skráðra fer yfir hámark í hverjum flokki miðast forgjöf kylfinga kl: 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur hverjir fá þátttökurétt.
Ef ekki næst hámarksfjöldi í einhverjum flokki verður mótstjórn heimilt að fjölga í öðrum.
Mótsstjórn heimilt að sameina flokka ef þátttakendur í flokki eru færri en 4.
14 ára og yngri
Mest 40 keppendur. 20 strákar og 20 stelpur
Alls 40 keppendur.
Skráning
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á www.golf.is fyrir kl. 11:59 miðvikudaginn 24. maí. Engar undantekningar á skráningu í mótið verða leyfðar eftir að skráningu lýkur, þó svo laus sæti séu í mótið. Allar breytingar á skráningu í mótið ber að senda í tölvupósti á golfmos@golfmos.is. Athugið að kylfingur verður ekki afskráður úr mótinu eftir að rástímar hafa verið birtir.
Æfingahringur
Einn æfingahringur er innifalinn í mótsgjaldi. Æfingahringir skulu leiknir 25. eða 26. maí, hægt er að fá rástíma frá kl. 08:00 til 15:00. Rástímabókun í síma 5666999 eða á golfmos@golfmos.is
Kylfuberar
Kylfuberar eru heimilaðir.
Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti verður leikinn bráðabani en að öðru gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra keppenda.
Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram að leik loknum.
Mótsstjórn
Ágúst Jensson, Hlín Hlöðversdóttir, Dagur Ebenezersson, Gísli Karel Eggertsson.
Dómarar: Sigurður Geirsson og Davíð Baldur Sigurðsson.