Símamótið, Eimskipsmótaröðin 2017.
Auglýsing

MSíma-mótið fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar laugardaginn 8. júní og sunnudaginn 9. júní. Mótið er annað mótið af alls fimm á Mótaröð þeirra bestu á keppnistímabilinu 2019.

Alls verða leiknar 36 holur á fyrri keppnisdeginum og 18 holur á þeim síðari. Hámarksfjöldi keppenda er 84.

Skráðu þig með því að smella hér:

Höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 36 holur laugardegi og 18 holur á sunnudegi. Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram 70% af fjölda keppenda úr hvorum flokki. Ef keppendur eru jafnir í neðstu sætum ofan niðurskurðarlínu skulu þeir báðir/allir halda áfram. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót karla og kvenna og móta- og keppendareglum GSÍ.

Þátttökuréttur

Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 84. Þátttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn.

Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5 og skulu keppendur vera meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi.

Ef fjöldi skráðra keppenda fer yfir hámarksfjölda ræður forgjöf því hverjir komast inn í hvorn flokk, þ.e.a.s. þeir 84 kylfingar sem fjærst eru forgjafarmörkum í hvorum flokki.

Þó skulu að lágmarki 24 kylfingar fá þátttökurétt í hvorum flokki. Keppendum skal þó fjölgað þannig að fullir ráshópar verði í hvorum flokki. Standi val á milli keppenda með forgjöf jafnlangt frá forgjafarmörkum skal hlutkesti ráða

Rástímar og ráshópar

Rástímar verða birtir á golf.is eftir kl.17:00 á fimmtudeginum fyrir mót. Á fyrri keppnisdegi ákveður mótsstjórn röðun í ráshópa en síðan verður raðað út eftir skori

Flokkur  TeigarMótsgjald
Karlaflokkur     Hvítir teigar    7.500,- kr.
Kvennaflokkur     Bláir teigar  7.500,- kr.

Skráning og þátttökugjald

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir klukkan 23:59 á miðvikudegi fyrir mót. **Engar undantekningar á skráningu verða leyfðar í mótið eftir að skráningu lýkur.** Þátttökugjöld verða ekki endurgreidd ef afboðun kemur eftir að skráningarfresti lýkur.

Æfingahringur

Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að panta rástíma. Reglur um æfingahringi er að finna í klúbbhúsinu. Skilyrði fyrir æfingahring er að búið sé að greiða þátttökugjald. Keppendur fá æfingabolta fyrir hring án endurgjalds á mótsdögum

Verðlaun

Veitt verða verðlaun (gjafakort)  fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.

1.sæti: 80.000 kr.   2. sæti: 45.000 kr.   3. sæti: 25.000 k

Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru leyti gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra keppenda. Gert er ráð fyrir að verðlaunaafhending hefjist 15 mínútum eftir að síðasti ráshópur lýkur leik.

Stigakeppni Golfklúbba

Hver golfklúbbur skráir  3-4 karla og 2-3 konur úr hópi sinna keppenda sem taka þátt í hverju stigamóti og tilkynna nöfnin til motanefnd@golf.is a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir mót. Þannig þurfa lið ekki að vera skipuð sömu einstaklingunum í öllum mótunum. Þrjú bestu heildarskor karla og tvö bestu heildarskor kvenna telja í keppninni og fá liðin stig í samræmi við árangur, á sama hátt og í stigakeppni einstaklinga. Þau lið sem eru með flest stig í lok sumars hljóta titilinn stigameistarar golfklúbba.

Dómari: Sigurður Geirsson, Sími: 893-0766

Mótsstjóri: Davíð Gunnlaugsson, GM

Mótsstjórn: Gísli K. Eggertsson, GM, Kristín María Þorsteinsdóttir, GM, Davíð Gunnlaugsson, GM, Stefán Garðarsson, GSÍ, Sigurður Geirsson, dómari.

Með fyrirvara um breytingar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ