GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Fyrsta mót sumarsins í GSÍ mótaröðinni fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 17.-18. maí. Skráningarfrestur er til kl. 23:59, mánudaginn 12. maí, og hámarksfjöldi keppenda er 60. 

Breytingar hafa orðið á fyrirkomulagi vormótanna. Öll mót á GSÍ mótaröðinni munu telja til stigalista mótaraðarinnar með mismikið vægi. Mótaröðin samanstendur af tveimur smærri mótum og fjórum stórmótum, og er stigagjöf háttað eftir því. Vormót telja ekki til heimslista áhugamanna.

Í fyrsta mótinu munu keppendur leika 36 holur án forgjafar í breyttri punktakeppni. Stigagjöf er eftirfarandi:

  • Albatross: 8 punktar
  • Örn: 5 punktar
  • Fugl: 2 punktar
  • Par: 0 punktar
  • Skolli: -1 punktur
  • Tvöfaldur skolli eða verra: -3 punktar

Mótsgjald er 15.000kr sem rennur óskipt í verðlaunafé og hljóta sigurvegarar mótsins 140.000kr. Þeir kylfingar sem enda á meðal 25% efstu kylfinganna hljóta einnig verðlaunafé. Ásamt því verða veitt nándarverðlaun á par 3 holum og fyrir flesta fugla í mótinu. 

Nánari upplýsingar, skráningu og keppnisskilmála má finna í hlekk hér að neðan. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ