Site icon Golfsamband Íslands

Opið fyrir skráningu í minningarmót um Örvar Arnarson

Nú í dag, föstudaginn 16. júní kl. 18:00, verður opnað fyrir skráningu í Minningarmót Örvars Arnarsonar. Þetta er mót er til styrktar Minningarsjóði Örvars Arnarsonar og verður haldið í Öndverðarnesi 23. júní næstkomandi.

Þetta er í fimmta sinn sem mótið er haldið. Sjóðurinn var stofnaður í framhaldi af andláti Örvars Arnarsonar en hann lét lífið í fallhlífarstökki þegar hann reyndi að bjarga nemanda sínum í Flórída 23. mars 2013.

Kostnaður vegna flutnings Örvars heim eftir andlát var gríðarlegur og voru engir sjóðir sem fjölskyldan gat sótt um styrk í fyrir flutningi hans heim. Þess vegna var minningarsjóður Örvars Arnarsonar stofnaður og hefur hann starfað frá 2014. Það er þörf fyrir þennan sjóð því hann hefur veitt nokkra styrki á hverju ári frá síðn hann var stofnaður 2014.

Það er fjöldi fyrirtækja sem styrkja mótið með því að gefa verðlaun og eru verðlaunin eins og undanfarin ár mjög vegleg. Teiggjafir eru í ár eru frá Sælgætisgerðinni Freyju, Samskip og Íslandsbanka. Veitt eru verðlaun fyrir allt að 10 efstu sætin, fyrir 17. sæti kvenna og karla, fyrir 40. sætið, nándarverðlaun á öllum par þremur brautunum, “næstur línu” á 7. braut og síðan er heill hellingur af skorkortaverðlaunum.

Vinningar verða í boði eftirtaldra fyrirtæja, nú þegar þetta er skrifað, sem eru stoltir styrkaraðilar Minningarsjóðs Örvars Arnarsonar; 66°N, aha.is, Center Hotel Arnarhvoli, Cintamani, Didrikson, Epli, Feldur, Fiskimarkaðurinn og Grillmarkaðurinn, Fjarðarkaup, Fjárvakur, Golfskálinn, Grímsborgir, Halldór Jónsson, Hamborgarafabrikkan, Heildverslunin Arto, Hreyfing, Innes, Ísafold Restaurant, Íslenskir fjallaleiðsögumenn, Jón og Óskar, Lýsi, Málning, Nói/Síríus, NTC, Nýja Kökuhúsið, Road house, Terma heildverslun, Under Armor (Altis ehf), Samhentir/Vörumerking, World Class, ZO-ON og von er á fleiri fyrirtækjum.

Exit mobile version