Sex íslenskir keppendur eru á meðal þátttakenda á Opna breska áhugamannamótinu sem fer nú fram í 126. skipti. Að þessu sinni fer mótið fram á The Nairn – vellinum sem er í Skotland en mótið fer fram dagana 14.-19. júní.
Mótið er eitt það allra stærsta hjá áhugakylfingum í heiminum og aðeins allra bestu áhugakylfingarnir komast inn í mótið. Vegna Covid-19 er keppendahópurinn að mestu skipaður leikmönnum frá Bretlandseyjum
Fyrstu tvo keppnisdagana af alls sex var keppt í höggleik þar sem að 144 keppendur kepptu um 64 efstu sætin sem tryggðu sæti í holukeppninni sem tekur við af höggleiknum.
Fimm íslenskir kylfingar komust áfram í 64 manna úrslit og er það einstakur árangur.
Hlynur Bergsson, GKG, sigraði Matt Roberts í 1. umferð 3/2 og mætir Hlynur heimamanninum Calum Scott í 2. umferð en Scott er félagsmaður í Nairn þar sem að keppnin fer fram.
Aron Snær Júlíusson, GKG, tapaði 4/2 gegn mótherjar sínum – Laird Sheperd frá Englandi 4/2.
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, tapaði 2/1 gegn John Cleary frá Írlandi.
Kristófer Karl Karlsson, GM, tapaði 3/2 gegn Robert Moran frá Írlandi.
Dagbjartur Sigurbrandson, GR, tapaði með minnsta mun 1/0 gegn Josh Hill frá Englandi.
Aron Snær Júlíusson, GKG, gerði sér lítið fyrir og lék best allra á öðrum keppnisdeginum og bætti sig um 12 högg á milli keppnisdaga með því að leika á 65 höggum. Hann fór upp um 79 sæti í dag. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, er einnig á sama skori eða pari vallar. Hlynur Bergsson, GKG, er á +2 í 28. sæti og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, er á +3 í 35. sæti. Kristófer Karl Karlsson, GKG, endaði í 47. sæti á +4 en Hákon Örn Magnússon úr GR var tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.
Nánari upplýsingar um holukeppnina eru hér:
Hlynur Bergsson mætir Matt Roberts frá Wales í 1. umferð holukeppninnar.
Aron Snær Júlíusson mætir Laird Sheperd frá Englandi í 1. umferð holukeppninnar.
Sigurður Arnar Garðarsson mætir John Cleary frá Írlandi í 1. umferð holukeppninnar.
Kristófer Karl Karlsson mætir Robert Moran frá Írlandi í 1. umferð holukeppninnar.
Dagbjartur Sigurbrandsson mætir Josh Hill frá Englandi í 1. umferð holukeppninnar.
Staða, rástímar og ýmislegt annað:
2. keppnisdagur:
11. Aron Snær Júlíusson, GKG (77-65) 142 högg (par)
11. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR ( 73-69) 142 högg (par)
28. Hlynur Bergsson, GKG ( 74-70) 144 högg (+2)
35. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (74-71) 145 högg (+3)
47. Kristófer Karl Karlsson, GM ( 75-71)146 högg (+4)
85. Hákon Örn Magnússon, GR ( 78-72)150 högg (+8)
Sigurvegarinn fær keppnisrétt á þremur risamótum á atvinnumótaröð karla, Opna mótinu (The Open), Opna bandaríska meistaramótinu (US Open) og venjan hefur verið að sigurvegarinn fái einnig boð um að keppa á Mastersmótinu á Augusta vellinum.
Í holukeppninni eru leiknar 18 holur i hverri umferð en úrslitaleikurinn er 36 holur.
Í mótinu í ár verður sú nýbreytni að þeir keppendur sem komast í undanúrslit fá boð um að taka þátt á móti á Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour) sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu.
Keppt var í fyrsta sinn á Opna áhugamannamótinu árið 1885 á Hoylake vellinum. Á meðal þekktra sigurvegara má nefna Bobby Jones, Sergio Garcia og José María Olazábal.
Eins og áður segir eru íslensku keppendurnir sex, og koma þrír þeirra úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, tveir eru frá Golfklúbbi Reykjavíkur og einn úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
Fyrsti keppnisdagur:
Staða, rástímar og úrslit: – smelltu hér:
17. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 73 högg (+2)
26. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 74 högg (+3)
26. Hlynur Bergsson, GKG 74 högg (+3)
42. Kristófer Karl Karlsson, GM 75 högg (+4)
77. Aron Snær Júlíusson, GKG 77 högg (+6)
92. Hákon Örn Magnússon, GR 78 högg (+7)
Íslensku keppendurnir eru:
Nafn | Klúbbur | Staða á heimslista |
Aron Snær Júlíusson | GKG | 271 |
Dagbjartur Sigurbrandsson | GR | 561 |
Hákon Örn Magnússon | GR | 619 |
Kristófer Karl Karlsson | GM | 836 |
Hlynur Bergsson | GKG | 864 |
Sigurður Arnar Garðarsson | GKG | 1077 |
Flestir keppendur eru frá Englandi á þessu móti eða 70 alls, Skotar koma þar á eftir með 37 keppendur. Alls eru leikmenn frá 10 þjóðum og er Ísland í fimmta sæti hvað varðar fjölda keppenda á þessu móti.
England | 70 |
Skotland | 37 |
Írland | 16 |
Wales | 9 |
Ísland | 6 |
Ástralía | 2 |
Noregur | 1 |
Sviss | 1 |
Jórdanía | 1 |
Svíþjóð | 1 |