Opna ÖrninnGolf á Öldungamótaröðinni fer fram á Korpúlfsstaðarvelli laugardaginn 28. ágúst en mótið er það sjöunda á mótaröð Landssamtaka eldri kylfinga á þessu tímabili. Sjórinn og Áinn verða leiknar í þessu móti. Skráning stendur yfir og er hægt að skrá sig með því að smella hér.
Mótið er opið öllum kylfingum 50 ára og eldri en athygli er vakin á því að velja rétta teiga við skráningu.
Öldungamótaröðin
Rástímar frá kl. 08:00-15:00
Stigalistarnir verða notaðir til uppröðunar á 8 efstu í hverjum flokki til landsliða, þar sem sömu kylfingar eru á báðum listum telur fyrst listinn án forgjafar.
Mótanefnd LEK mun raða þessum kylfingum á rástíma frá kl. 09:00-10:10 (karlaflokkar) og 11:00-11:10 (kvennaflokkur)
Aðrir kylfingar skrá sig undir skráning sjálfir á rástíma.
Mótsgjald greiðist við skráningu. Mótsgjald fæst einungis endurgreitt ef kylfingur afskráir sig fyrir kl. 12:00 þann 27. ágúst, gjöldin verða þá endurgreidd eftir mótið.
Mótið er opið öllum kylfingum 50 ára og eldri.
!!!Kylfingar, ath. munið að velja rétta teiga við skráningu!!
Keppt er í eftirfarandi flokkum:
· LEK – Konur 49+, teigar til landsliðs.
· LEK – Konur 50+, fremri teigar.
· LEK – Karlar 50-54, teigar til landsliðs.
· LEK – Karlar 54+, teigar til landsliðs.
· LEK – Karlar 64+, teigar til landsliðs.
· LEK – Karlar 70+, fremri teigar.
Teigar til landsliðs hjá konum 49+ eru bláir eða sambærilegir.
Teigar til landsliðs hjá körlum gulir eða sambærilegir.
Keppnisskilmálar:
Öldungamótaröðin er stigamót þar sem keppt er um stigameistara LEK í karla og kvenna flokkum 50 ára og eldri og 65 ára og eldri. Allt að 30 efstu keppendur í hverju móti fá stig samkvæmt stigatöflu GSÍ og stigameistarar eru þeir sem hafa hæsta stigafjölda í lok sumars. Öll mót sumarsins telja. Keppandi getur skráð sig í flokk niður fyrir sig í aldri og hlotið stig í báðum flokkum.
Öldungamótaröðin er almennt golfmót þar sem hvert mót er sjálfstætt mót. Keppt er með og án forgjafar og veitt eru vegleg verðlaun í karla og kvenna flokkum. Þrenn verðlaun í höggleik karla og kvenna án forgjafar. Þrenn verðlaun karla og kvenna í keppni með forgjöf. Nándarverðlaun á 2-3 par 3 brautum.
Öldungamótaröðin er keppni til landsliðssæta í karlaflokkum 55+ með og án forgjafar, 65+ með og án forgjafar og kvennaflokki 50 + án forgjafar. Stig eru reiknum samkvæmt stigatöflu GSÍ. Keppandi getur skráð sig í fleiri en einn flokk, niður fyrir sig í aldri og hlotið stig í þeim öllum.
Aldurstakmörk miðast við að þátttakendur hafi náð tilskyldum aldri þegar Evrópumót viðkomandi flokks fer fram á árinu 2022.
Konur mega velja hvort þær leika á bláum eða rauðum teigum en aðeins þær sem leika af bláum teigum eða sambærilegum, vinna stig til landsliðs 49+.
Karlar 50-54 og 54+ leika af gulum teigum eða sambærilegum. Karlar 64+ leika af gulum teigum eða sambærilegum og vinna stig til landsliðs en karlar 70+ leika af fremri (rauðum) teigum.
Verðlaun:
Verðlaun í Stigamóti Öldungamótaraðarinnar eru veitt stigahæsta karli og stigahæstu konu í flokkum 50+ og 65+ án forgjafar að loknum öllum mótum ársins.
Verðlaun í hverju móti eru veitt fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni kvenna og 3 efstu sætin í punktakeppni karla og 3 efstu sæti kvenna án forgjafar af bláum teigum og þrjú efstu sæti karla án forgjafar af gulum teigum.
Verðlaun eru gjafabréf:
Kvennaflokkur án forgjafar.
- 20.000 kr.
- 15.000 kr.
- 10.000 kr.
Karlaflokkur án forgjafar.
- 20.000 kr.
- 15.000 kr.
- 10.000 kr.
Kvennaflokkur punktakeppni með forgjöf. - 20.000 kr.
- 15.000 kr.
- 10.000 kr.
Karlaflokkur punktakeppni með forgjöf.
- 20.000 kr.
- 15.000 kr.
- 10.000 kr.
Sami keppandi getur aðeins fengið ein af þessum verðlaunum.
Nándarverðlaun:
Þrenn nándarverðlaun 15.000 kr. á holu.
Ef jafnt er í leikslok hvort sem er án forgjafar eða með gildir 5. gr. a liður í móta-og keppendareglum GSÍ þó skal ekki fara fram umspil né bráðabani.
Leikhraði:
Hámarksleikhraði til að ljúka leik er 4. klst. og 30 mínútur. Farið er eftir reglu 6-7 um leiktöf. Víti fyrir brot á reglu er: Fyrsta brot: eitt högg. Annað brot: tvö högg. Seinna brot: Frávísun. (regla 6-7) Ráshópur skal halda í við næsta ráshóp á undan.
Annað:
Þátttökugjald er 6.000 kr.
Að öðru leyti en hér er tiltekið gilda um mótið: Reglugerð fyrir val á landsliðum LEK og Reglugerð fyrir Öldungamótaröðina sem sjá má á Facebook síðu LEK