Site icon Golfsamband Íslands

Örninn Golf á Urriðavelli – opið fyrir skráningu – mótið gefur stig á heimslista

Örninn Golf fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi dagana 10.-12. september 2021. Mótið telur til stiga á heimslista áhugakylfinga. Leikfyrirkomulag er höggleikur í flokki karla og kvenna, alls 54 holur. Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 39. Þátttökurétt hafa atvinnu og áhugamenn.

Smelltu hér til að skrá þig og fá upplýsingar um Örninn Golfmótið:

Leiknar eru 18 holur fyrsta mótsdag og 18 holur á mótsdegi tvö og þrjú. Keppt er samkvæmt móta- og keppendareglum GSÍ. Mótshaldari áskilur sér rétt til þess að sameina leikdaga og leika 36 holur ef aðstæður vegna veðurs hamla leik.

Rástímar og ráshópar

Rástímar verða birtir á golf.is eftir kl.17:00 á fimmtudeginum fyrir mót. Á fyrsta keppnisdegi raðar mótsstjórn í ráshópa en síðan verður raðað út eftir skori. Á fyrsta hring verður ræst út frá kl. 15:00, annan hring kl. 10:00 og þriðja hring frá kl. 10:00. Ath. að þessir tímar eru til viðmiðunar og geta breyst.

Þátttökuréttur

Hámarksfjöldi kylfinga í Örninn Golf er 39. Þátttökurétt hafa atvinnu og áhugamenn. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5 og skulu keppendur vera meðlimir í golfklúbbi innan GSÍ. Ef skráningar eru fleiri en hámarksfjöldinn falla niður skráningar þeirra leikmanna sem næstir eru forgjafarmörkum síns kyns. Þó skulu að lágmarki níu leikmenn eiga rétt á þátttöku af hvoru kyni. Ef tveir eða fleiri kylfingar eru jafnlangt frá forgjafarmörkum síns kyns ræður hlutkesti því hverjir fá þátttökurétt. Ef fjöldi kylfinga sem fá þátttökurétt af hvoru kyni er ekki heilt margfeldi af þremur er hámarksfjöldi leikmanna aukinn svo að þrír keppendur verði í hverjum ráshópi.

Karlar leika af hvítum teigum og konur af bláum teigum.

Þátttökugjald er 8.000 kr.

Skráning og þátttökugjald í Örninn Golf

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir kl. 23:59 á miðvikudegi fyrir mót. Engar undantekningar á skráningu verða leyfðar í mótið eftir að skráningu lýkur. Þátttökugjöld verða ekki endurgreidd ef afboðun kemur eftir að skráningarfresti lýkur. Forföll skal tilkynna með tölvupósti á netfangið skrifstofa@oddur.is

Æfingahringur

Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að panta rástíma. Reglur um æfingahringi er að finna í klúbbhúsinu. Skilyrði fyrir æfingahring er að búið sé að greiða þátttökugjald.Athugið að sex daga bókun er hjá félagsmönnum og því er ráðlagt að hafa góðan fyrirvara á bókun á æfingahring. Hægt er að hafa samband við afgreiðslu Urriðavallar 5850050 eða á netfangið afgreidsla@oddur.is

Keppendur fá æfingabolta fyrir hring án endurgjalds á mótsdögum.

Verðlaun

Veitt verða verðlaun frá fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.

Exit mobile version