Draumahöggið á Nesinu 2022 fór fram s.l. laugardag. Þar mættu 75 meðlimir í Einherjaklúbbnum sem reyndu að endurtaka draumahöggið og vinna í leiðinni Mercedes Benz bifreið.
Um er að ræða árlegt mót hjá Nesklúbbnum í samstarfi við Einherjaklúbbinn, Golfsamband Íslands, Öskju, VITA og Vörð. Keppnisrétt hafa þeir kylfingar sem fóru holu í höggi á síðustu 12 mánuðum og skráð afrekið hjá Einherjaklúbbnum.
Keppendur í mótinu fengu eitt högg á 2. braut Nesvallar.
Óskar Sæmundsson var næstur því að slá draumahöggið á ný á þessu ári – en bolti hans var 1,88 metrum frá holu eftir höggið á 2. braut Nesvallar.
Óskar fékk ferðaávísun frá VITA í verðlaun. Einar Georgsson sló boltann 1,89 m frá holu.
Allir sem tóku þátt fengu Golftryggingu frá Verði og Benz lyklakippu frá Öskju.