Gaman að sjá hvað mikið ég get bætt mig ef ég vinn fyrir því – Zuzanna Korpak úr GS.
Zuzanna Korpak úr Golfklúbbi Suðurnesja er í hópi efnilegustu kylfinga landsins í sínum aldursflokki. Hún tók sér hlé frá golfæfingum í rúm tvö ár áður en hún byrjaði af krafti á ný og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Í viðtali við Golf á Íslandi frá því í júní á þessu ári sagði Zuzanna aðeins frá sjálfri sér.
Hver er ástæðan fyrir því að þú hófst að leika golf? Foreldrar mínir skráðu mig á golfnámskeið, og svo vildi ég bara ekki hætta eftir það.
Hvað er það sem heillar þig við golf?
Það er eitthvað sem ég er góð í, og mér finnst svakalega gaman að sjá hvað mikið ég get bætt mig ef ég vinn fyrir því.
Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu?
Að komast eins langt og ég get.
Hefur þú verið að bæta þig mikið í golfinu á undanförnum árum?
Ég tók mér pásu í tvö ár, síðastliðið sumar var fyrsta sumarið sem ég spilaði aftur, og miðað við það finnst mér ég hafa bætt mig frekar mikið.
Hver er þinn helsti kostur og galli í golfinu og hvers vegna?
Ég get orðið mjög einbeitt þegar ég er stressuð, en ég hugsa of mikið fram í tímann.
Hvað ætlar þú að bæta í þínum leik fyrir næsta sumar?
Ég ætla að vera ákveðnari í stutta spilinu.
Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst eftir úr golfi?
Þegar ég var að keppa á Borgarnesi þegar ég var 10 ára. Regnhlífin okkar eyðilagðist á þriðju holu, við fórum allar átján og það rigndi allar átján holurnar.
Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?
Þegar systir mín vann mig á átjándu holu á Íslandsmótinu í sumar.
Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af hverju?
Phil Mickelson, ég bara veit ekki af hverju.
Hvað æfir þú mikið yfir vetrartímann?
Eins mikið og ég get.
Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna?
Leiran, ég þekki hann best.
Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sérstöku uppáhaldi hjá þér?
2. á Oddi, 7. í Leirunni, og 10. á Akureyri.
Hvaða golfhola á Íslandi er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá þér?
1. á Hellu.
Hvaða þrír kylfingar skipa draumaráshópinn að þér meðtöldum?
Tom Watson, Phil Mickelson, Ian Poulter.
Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf?
Aðallega að teikna og lesa.
[pull_quote_center]Staðreyndir:
Nafn: Zuzanna Korpak.
Aldur: 14 ára.
Klúbbur: GS
Forgjöf: 13,7.
Uppáhalds matur: Allt sem mamma eldar.
Uppáhalds drykkur: Mjólk.
Uppáhalds kylfa: 9 járnið.
Ég hlusta á: Ed Sheeran, Imagine Dragons, Lana Del Rey, Pink.
Besta skor: 80 á Korpúlfsstöðum.
Besta vefsíðan: YouTube og Wattpad.
Besta blaðið: Golf á Íslandi.
Besta bókin: After- Anna Todd og Eragon.
Besta bíómyndin: The Amazing Spiderman 2.
Hvað óttastu mest í golfinu: Að systir mín vinni mig.[/pull_quote_center]