Páll Sveinsson, formaður Golfklúbbs Selfoss, hyggst ekki hefja störf sem stjórnarmaður GSÍ þrátt fyrir að hafa verið kjörinn til þess á golfþingi sambandsins í nóvember síðastliðnum. Páll tók þessa ákvörðun eftir að hafa verið kjörinn formaður Golfklúbbs Selfoss þann 12. desember síðastliðinn. Páll taldi betra að verja starfskröftum sínum á einum vettvangi fremur en að dreifa þeim á fleiri. Til hans hafi verið leitað að taka við formennsku GOS eftir kjörið í stjórn GSÍ og að gefnu samráði við stjórn GSÍ hafi Páll tekið þessa ákvörðun.
Deildu:
Gunnlaugur Árni annar í Illinois
17.09.2025
Afrekskylfingar
Mótavaktin – Gott gengi í vondu veðri
12.09.2025
Afrekskylfingar | Fréttir