Site icon Golfsamband Íslands

Perla Sól á Junior Solheim Cup – myndasyrpa

#Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Junior Solheim bikarinn 2024. Mynd/LET

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, keppti með úrvalsliði Evrópu á PING Junior Solheim Cup sem fram fór 9.-10. september.

Perla Sól er fyrsti íslenski kylfingurinn sem er valin í úrvalslið Evrópu í þessari keppni þar sem að úrvalslið stúlkna frá Evrópu og Bandaríkjunum mætast.

Keppnin fór fram dagana 9.-10. september á Army Navy Country í Arlington í Virginíufylki. En leikmenn beggja liða gátu verið á aldrinum 12-18 ára.

Bandaríska úrvalsliðið var með nokkra yfirburði í þessari keppni og sigraði 18,5- 5,5.

PING Junior Solheim Cup fer fram áður en sjálfur Solheim-bikarinn, á milli Bandaríkjana og Evrópu, hefst þann 13. september á Robert Trent Jones vellinum í Virginíu í Bandaríkjunum.

Hér fyrir neðan eru myndir af Perlu Sól sem teknar voru á meðan mótið fór fram. 

Myndasafnið er einnig á gsimyndir.is – smelltu hér: 

Exit mobile version