Golfsamband Íslands

Perla Sól endaði í 6. sæti á sterku áhugamannamóti á vegum R&A

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, stigameistari í flokki 15-16 ára. Mynd/seth@golf.is

Helga Signý Pálsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir kepptu báðar á áhugamannamóti R&A fyrir stúlkur yngri en 16 ára (Girls U16 Amateur Championship) sem fram fór á Englandi dagana 22.-24. apríl 2022.

Mótið var sett á laggirnar árið 2018 og að þessu sinni var keppt á Enville golfsvæðinu skammt frá Birmingham á Englandi.

Alls tóku 90 keppendur þátt og komu þeir frá fjölmörgum löndum víðsvegar úr heiminum.

Keppnisfyrirkomulagið var 54 holu höggleikur en R&A setti mótið á laggirnar til þess að búa til verkefni fyrir efnilegustu kylfingana í stúlknaflokki yngri en 16 ára.

Nánar um mótið hér:

Perla Sól og Helga Signý eru báðar úr Golfklúbbi Reykjavíkur og hafa verið í fremstu röð í sínum aldursflokki undanfarin misseri.

Perla Sól var á meðal 10 efstu alla þrjá keppnishringina en hún endaði í 6. sæti á +11 samtals (77-75-75) 227 högg.

Gracel Crawford frá Skotlandi stóð uppi sem sigurvegari á +4 samtals, 220 högg.

Helga Signý endaði í 77. sæti á +45 (87-88-84) 259 högg.

Exit mobile version