/

Deildu:

Perla Sól Sigurbrandsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, keppir á sterku alþjóðlegu móti fyrir áhugakylfinga sem fram fer í Portúgal dagana 24.- 27. janúar í Portúgal. Um er að ræða Opna portúgalska meistaramótið í kvennaflokki, Portuguese International Ladies Amateur Championship.

Mótið fer fram á Penina golfsvæðinu og eru keppendur alls 90. Eins og áður segir er mótið vel skipað og margir af efstu kylfingum á heimslista áhugakylfinga eru á meðal keppenda.

Perla Sól lék fyrsta hringinn á 68 höggum eða 5 höggum undir pari. Hún er í öðru sæti, höggi á eftir, á eftir Helen Briem frá Þýskalandi sem er í efsta sæti á -6. Perla Sól hóf leik á 1. holu og fékk hún þrjá fugla (-1) á fyrri 9 holunum og tvo fugla (-1) á síðari 9 holunum. Hún fékk 13 pör og tapaði því ekki höggi á þessum hring.

Meðalforgjöf keppenda er +3.5 en keppnisfyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar. Alls eru fjórir keppnishringir alls 72 holur en niðurskurður er eftir 3. keppnisdaginn þar sem að 54 efstu keppendurnir komast áfram á lokahringinn.

Skor mótsins er hér:

Nánar um mótið hér:

Helen Briem frá Þýskalandi er í 7. sæti heimslista áhugakylfinga og er hún á meðal keppenda. Helen er með +7.5 í forgjöf sem er lægsta forgjöfin í mótinu.

Rocio Tejedo frá Spáni er í 13. sæti á heimslistanum með +6.1 í forgjöf og Mega Örtengren frá Svíþjóð er í 11. sæti heimslistans með +6.7 í forgjöf.

Perla Sól er í sæti nr. 307 á heimslistanum og er GR-ingurinn með +4.3 í forgjöf.

Perla Sól gerði nýverið samkomulag við eitt öflugasta háskólaliðið í Bandaríkjunum – LSU, og mun hún leika með liðinu frá og með haustinu 2025.

Keppendur eru alls 90 og koma þeir frá 21 þjóð.
Flestir eru frá Svíþjóð eða 12 alls, 10 eru frá Spáni og 9 frá Frakklandi.

1Svíþjóð12
2Spánn10
3Frakkland9
4Ítalía7
5England8
6Danmörk7
7Skotland6
8Portúgal6
9Pólland4
10Írland4
11Belgía3
12Finnland3
13Þýskaland3
14Tyrkland1
15Tékkland1
16Slóvenía1
17Norður-Írland1
18Kýpur1
19Ísland1
20Holland1
21Wales1

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ