Fjórir keppendur frá Íslandi hófu leik á fimmtudag á European Young Masters sem fram fer í Finnlandi dagana 22.-24. júlí. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknar verða alls 54 holur í höggleikskeppni eða 18 holur á dag.
Keppt er bæði í einstaklingskeppni (pilta og stúlkna) og liðakeppni
Þrjú bestu skorin telja hvern dag í liðakeppninni. Alls eru keppendur frá 27 lönd um skráðir til leiks en í liðkeppninni taka 22 þjóðir þátt. Golfmótið á sér ríka sögu og er eitt af flottustu mótum ársins fyrir kylfinga í þessum aldursflokki.


Íslenska liðið er þannig skipað:
Helga Signý Pálsdóttir, GR
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
Skúli Gunnar Ágústsson, GA
Veigar Heiðarsson, GA
Perla Sól er áfram í toppbaráttunni en hún er á +2 samtals fyrir lokahringinn eftir að hafa leikið á 71-75 höggum. Helga Signý bætti stöðu sín verulega með góðum hring í dag á 75 höggum og fór hún upp um 8 sæti. Skúli Gunnar lék á 80 höggum í dag og er á +14 samtals í 35. sæti og Veigar bætti sig töluvert og lék á 79 höggum.
Í liðakeppninni er íslenska liðið í 13. sæti af alls 22. liðum.




Skúli Gunnar var í 28. sæti eftir 1. keppnisdaginn en hann lék á 78 höggum. Veigar er í 48 sæti en hann lék á 84 höggum. Perla Sól er á meðal þeirra efstu en hún lék á 71 höggi eða einu höggi undir pari vallar. Helga Signý er í 36. sæti en hún lék á 83. höggum.




Keppnin fer fram á Vierumäki Golf Club (Cooke course) sem er í tæplega tveggja klukkutíma fjarlægð frá flugvellinum í Helsinki. Völlurinn var opnaður árið 2006 og hefur haldið mörg stór golfmót á síðustu árum. Hann er 6411 metrar af meistarateigum karla og 5219 metrar af meistarateigum kvenna, par 72.




