Perla Sól Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri

Frá vinstri. Jóhann Páll Kristbjörnsson formaður GS, María Eir, Perla Sól og Nína Margrét.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er Íslandsmeistari í stúlknaflokki 14 ára og yngri 2018 – á Íslandsbankamótaröð unglinga.

Nína Margrét Valtýsdóttir, GR, varð önnur og María Eir Guðjónsdóttir úr GM varð þriðja. Íslandsmótið fer fram hjá Golfklúbbi Suðurnesja, Hólmsvell í Leiru.

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (83-77-85) 245 högg (+29)
2. Nína Margrét Valtýsdóttir. GR (85-91-77) 253 högg (+37)
3. María Eir Guðjónsdóttir, GM (81-94-81) 256 högg (+40)

(Visited 370 times, 1 visits today)