Perla Sól Sigurbrandsdóttir fór upp um 128 sæti á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki þegar listinn var uppfærður í dag. Perla Sól tryggði sér um s.l. helgi Evrópumeistaratitilinn í flokki stúlkna 16 ára og yngri.
Hún er í sæti nr. 295 og er það besti árangur hennar á listanum frá upphafi. Hún er með bestan árangur þessa stundina hjá íslenskum áhugakylfingum á heimslistanum.
Á þessu ári hefur hin 15 ára gamli kylfingur úr GR farið upp um rúmlega 1300 sæti á heimslistanum Hún var í sæti nr. 769 í apríl á þessu ári og í sæti nr. 1633 í byrjun ársins.
Með þessu risastökki á heimslistanum á þessu ári opnast nýir möguleikar fyrir Perlu Sól hvað varðar þátttöku á sterkum áhugamannamótum.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er í sæti nr. 328, Sara Kristinsdóttir, GM er í sæti nr. 550 og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Íslandsmeistari í golfi 2021, er í sæti nr. 791.
