Perla Sól Sigurbrandsdóttir.
Auglýsing

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, keppir með úrvalsliði Evrópu á PING Junior Solheim Cup sem fram fer 9.-10. september.

Perla Sól er fyrsti íslenski kylfingurinn sem er valin í úrvalslið Evrópu í þessari keppni þar sem að úrvalslið stúlkna frá Evrópu og Bandaríkjunum mætast.

Keppnin fer fram dagana 9.-10. september á Army Navy Country í Arlington í Virginíufylki. En leikmenn beggja liða geta verið á aldrinum 12-18 ára.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

PING Junior Solheim Cup fer fram áður en sjálfur Solheim-bikarinn, á milli Bandaríkjana og Evrópu, hefst þann 13. september á Robert Trent Jones vellinum í Virginíu í Bandaríkjunum.

Mánudaginn 9. september eftir hádegi var fjórmenningur (foursome). Þar sem kylfingarnir skiptust á um að slá einum bolta út holuna í holukeppni keppni tveggja manna liða. Perla Sól var í liði með Louise Uma Landgraf frá Frakklandi. Þær náðu hálfu stigi í viðureigninni en bandaríska liðið var með nokkra yfirburði í fjórmenningnum sem endaði 4,5 – 1,5 fyrir bandaríska liðið.

Perla og Havanna töpuðu sinni viðureign 4/2 í fjórleiknum. Bandaríska úrvalsliðið fékk alls 3,5 stig í fjórleiknum og úrvalslið Evrópu fékk 2,5 stig.

Perla og Havanna voru 2 holur niður eftir 3 holur þar sem að bandaríska liðið fékk tvo fugla á fyrstu þremur holunum. Perla vann eina holu til baka með fugli á 7. braut og þær jöfnuðu metin þegar Havanna fékk fugl á 8. braut. Bandaríska liðið náði forskoti á ný með fugli á 9. braut og eftir það leit bandaríska liðið aldrei um öxl og landaði 4/2 sigri

Mánudaginn 9. september fyrir hádegi var fjórleikur (fourball). Þar sem tvö tveggja manna lið léku sínum bolta út holuna og betra skorið hjá hverju liði taldi í holukeppni. Perla Sól var í liði með Havanna Torstensson frá Svíþjóð – en hún sigraði á Girls Amateur Championship fyrr á þessu ári, sem er eitt sterkasta áhugamannamótið fyrir 18 ára og yngri.

Á þriðjudaginn er leikinn tvímenningur (singles) þar sem tveir kylfingar mætast í holukeppni.

Perla Sól verður 18 ára þann 18. september á þessu ári. Hún er næst yngsti sigurvegarinn á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki en hún var 15 ára, 10 mánaða og 11 daga gömul þegar hún fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í Vestmannaeyjum árið 2022. Hún var Evrópumeistari 16 ára og yngri árið 2022 og Íslandsmeistari í holukeppni árið 2023. Titlar hennar á Íslandsmóti unglinga í höggleik – og holukeppni eru fjölmargir.

Gwladys Nocera er fyrirliði Evrópuliðsins og valdi hún Perlu Sól í 12 manna úrvalslið þar sem að sex kylfingar tryggðu sér sæti í liðinu á stigalista en aðrir leikmenn voru valdir af Nocera.

Dewi-Claire Schreefel er varafyrirliði Evrópu.

Liðið er þannig skipað:

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Ísland
Paris Appendino, Ítalía
Sara Brentcheneff, Frakkland
Alice Kong, Frakkland
Louise Landgraf, Frakkland
Lily Reitter, Frakkland
Benedicte Brent Buchholz, Danmörk
Victoria Kristensen, Danmörk
Martina Navarro Navarro, Spánn
Andrea Revuelta, Spánn
Molly Rålin, Svíþjóð
Havanna Torstensson, Svíþjóð

Fyrst var keppt á PING Junior Solheim Cup árið 2002. Bandaríska úrvalsliðið hefur sigrað í 7 skipt af alls 11, Evrópa hefur sigrað 3 sinnum og liðin hafa einu sinni gert jafntefli.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ