Fjórir íslenskir keppendur tóku þátt á Orlando International Amateur sem fram fór á Orange County National golfsvæðinu í Florída í Bandaríkjunum. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, lék frábært golf og landaði sigri með stórgóðum lokahring þar sem hún vann sig upp úr fjórða sæti í það fyrsta.
Perla Sól lék hringina þrjá á pari vallar samtals og endaði þremur höggum á undan næsta keppenda.
Helga Signý Pálsdóttir, GR, tók einng þátt og endaði hún í 13. sæti á +23 samtals.
Í piltaflokki voru Dagur Fannar Ólafsson, GKG, og Bjarni Þór Lúðvíksson,GR, á meðal keppenda. Dagur Fannar endaði í 13. sæti á +3 samtals og Bjarni Þór endaði í 21. sæti á +8 samtals.

Frá vinstri: Bjarni Þór Lúðvíksson, Perla Sól Sigurbrandsdóttir,
Dagur Fannar Ólafsson, Helga Signý Sigurpálsdóttir.
Lokastaðan í stúlknaflokki:

Lokastaðan í piltaflokki:
