Site icon Golfsamband Íslands

Perla Sól tekur þátt á sterku boðsmóti í Svíþjóð – The ANNIKA Invitational Europe

Perla Sól Sigurbrandsdóttir sigraði í kvennaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni 2023 á Hamarsvelli í Borgarnesi. Mynd/seth@golf.is

Perla Sól Sigurbrandsdóttir er á meðal keppenda á sterku boðsmóti, The ANNIKA Invitational Europe, sem fram fer í Svíþjóð.

Keppendur á þessu móti eru í fremstu röð áhugakylfinga og er Annika Sörenstam gestgjafi mótsins. Keppendur eru allir yngri en 18 ára og fengu 78 keppendur boð um að taka þátt á þessu móti sem fram fór í fyrsta sinn árið 2012. Annika Sörenstam er sigursælasti kylfingur allra tíma í kvennaflokki í atvinnugolfi. Hún hætti keppni árið 2008 en þá hafði hún sigrað á 96 atvinnumótum víðsvegar um veröldina, sem er met. Hún sigraði á 72 mótum á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum, og hún sigraði á 10 risamótum á ferlinum.

Perla Sól sigraði á Íslandsmótinu í golfi árið 2022 í Vestmannaeyjum, þá 16 ára gömul, en hún er næst yngsti sigurvegarinn á Íslandsmótinu í kvennaflokki frá upphafi. Hún sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni í fyrra í fyrsta sinn á ferlinum – en hún tekur ekki þátt í titilvörninn vegna mótsins í Svíþjóð. Hún varð Evrópumeistari í flokki 16 ára og yngri árið 2022 – fyrst íslenskra kvenna.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit hjá Perlu Sól í Svíþjóð.

Annika Sörenstam kom til Íslands í byrjun júní árið 2018 eins og sjá má í þessari frétt.

Exit mobile version