Auglýsing

Bandaríkjamaðurinn Peter Bronson er nýr golfkennari hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GM sem er í heild sinni hér fyrir neðan.

Á myndinni eru frá vinstri: Davíð Gunnlaugsson, Peter Bronson og Gunnar Ingi Björnsson framkvæmdastjóri GM.

„Í ágúst auglýsti GM stöðu golfkennara hjá klúbbnum lausa til umsóknar. Margar umsóknir bárust en hátt í 80 umsóknir bárust um stöðuna. Ráðningarferlið tók töluverðan tíma en niðurstaðan var sú að ráða Peter Bronson til starfa. Peter mun því á næstu vikum hefja störf og mun starfa samhliða Davíð Gunnlaugssyni Íþróttastjóra Golfklúbbs Mosfellsbæjar við þjálfun barna og ungmenna hjá klúbbnum.

Peter Bronson er fæddur í Boston, Bandaríkjunum árið 1972 er því 45 ára. Peter útskrifaðist frá Georgetown University þar sem hann lærði tungumál og heimspeki og lék í 1. deild í bandaríska háskólagolfinu. Árið 1996 flutti Peter til Spánar þar sem hann lauk PGA námi og lék sem atvinnumaður. Árið 2004 sigraði hann tvisvar á EPD túrnum, sem núna heitir ProGolf Tour. Peter lék einnig á Challenge túrnum árið 2008.

Árið 2006, eftir að Peter sigraði á Opna Pólska mótinu í fyrsta skipti af tveimur, flutti hann til Póllands. Peter hefur starfað þar síðan sem golfkennari og m.a. starfað fyrir pólska golfsambandið sem landsliðsþjálfari Póllands, ábyrgur fyrir unglingalandsliðinu. Peter hefur verið þjálfaður hjá PGA í Evrópu og hefur komið að menntun golfkennara á Spáni og í Póllandi. Peter starfaði sem formaður PGA á Spáni árið 2011 til 2012 og hefur gengt fjölda annarra trúnaðarstarfa í gegnum tíðina. Peter hefur skrifað fjöldann allan af greinum í tímaritum ásamt því að skrifa bókina „Golf Abroad“. Peter hefur einnig réttindi sem dómari frá PGA í Evrópu og hefur dæmt á Evrópumótaröðinni. Eins og sjá má hefur Peter komið víða við á sínum ferli. Að síðustu má nefna til gamans að hann hefur meira að segja borið kylfurnar fyrir Miguel Angel Jimenez í nokkur skipti á Evrópsku mótaröðinni en það er heiður sem ekki öllum hlotnast.

Við hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar bindum miklar vonir við komu Peter til GM. Ljóst er að Peter býr að gríðarlegri reynslu, bæði sem þjálfari og leikmaður. Peter kemur til starfa hjá GM núna á næstu vikum og munu félagsmenn GM bæði geta sótt sér námskeið og kennslutíma hjá honum.“

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ