Site icon Golfsamband Íslands

PGA á Íslandi auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Mynd/PGA

PGA á Íslandi.

PGA á íslandi leitar að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að vinna að framgangi golfíþróttarinnar með öflugu teymi PGA meðlima. Um er að ræða hlutastarf.

Framkvæmdastjóri PGA sér um daglegan rekstur, samskipti við félagsmenn og samskipti við PGA‘s of Europe. Framkvæmdastjóri situr stjórnarfundi PGA, færir bókhald og gengur frá rekstrarreikningi í árslok. Önnur verkefni framkvæmdastjórans eru viðburðarstjórnun og hann er skólastjóri PGA skólans.

Viðburðastjórnun

 

 

Skólastjóri PGA skólans ber ábyrgð á því að kennsluáætlun sé fylgt. Hann vinnur með skólanefnd PGA að framþróun kennsluáætlunar og kemur fram fyrir hönd PGA gagnvart Educational Committee PGA‘s of Europe.

Um PGA á íslandi

Skammstöfunin „PGA“ stendur fyrir Professional Golfers Association, eða Samtök atvinnukylfinga. Samtökin á Íslandi voru stofnuð veturinn 1988 og er megintilgangur samtakanna að stuðla að framgangi golfíþróttarinnar á Íslandi. Í ársbyrjun 2017, voru félagsmenn 72 talsins.

PGA á Íslandi rekur Golfkennaraskólann, sem stendur fyrir faglegu og krefjandi golfkennaranámi. Námið er byggt á því besta sem þekkist erlendis.

Á síðunni „Golfkennaraskólinn“ eru ýmsar upplýsingar um starfssemi skólans, m.a. námskrá, yfirlit yfir kennara og umsóknareyðublaðið.

Áhugasamir aðilar sendi inn umsóknir á pga@pga.is fyrir 15 september 2017.

Exit mobile version