Frá vinstri: Jussi Pitkanen, Viktor Ingi, Kristján Benedikt, Ingvar Andri, Daníel Ísak, Dagbjartur, Ragnar Már, Arnór Snær.
Auglýsing

Íslenska piltalandsliðið endaði í fjórða sæti á Evrópumótinu sem fram fór í Kraków í Póllandi. Veðrið setti strik í reikinginn og ekki var hægt að ljúka keppni vegna úrkomu. Lokaúrslit mótsins voru því miðuð við úrslitin í höggleiknum þar sem að íslenska liðið endaði í fjórða sæti. Þrjár efstu þjóðirnar komust því upp í 1. deild og leikur Ísland því áfram í 2. deild á næsta ári.

Ísland tapaði naumlega, 3/2, gegn Sviss í fyrstu umferðinni í holukeppninni en í gær en Sviss endaði í efsta sæti eftir höggleikinn – og Ísland endaði í fjórða sæti. Ísland átti að mæta liði Belgíu í lokaumferðinni og með sigri hefði Ísland tryggt sér sæti í efstu deild að ári. Ekkert varð af þeirri viðureign vegna veðurs og úrslitin úr holukeppnisleikjunum töldu ekki þegar uppi var staðið.

15. sæti: Ingvar Andri Magnússon (GR) (74-75) 149 högg +5
17.-19. sæti: Ragnar Már Ríkharðsson (GM) (75-75) 150 högg +6
20.-23. sæti: Kristján Benedikt Sveinsson (GA) (73-78) 151 högg +7
24.-28. sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson (GR) (77-75) 152 högg +8
24.-28. sæti: Viktor Ingi Einarsson (GR) (76-76) 152 högg +8
32.-34. sæti: Arnór Snær Guðmundsson (GHD) (69-85) 154 högg +10

Daníel Ísak Steinarsson (GK) er fyrirliði og liðsstjóri er Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ. Alls eru 9 þjóðir sem taka þátt í 2. deild og í það minnsta 2 efstu þjóðirnar fara upp í efstu deild en þriðja sætið gæti dugað en það fer eftir því hvaða þjóð verður gestgjafi í efstu deild á næsta ári í þessum aldursflokki.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á mótinu hér: 

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Mynd/seth@golf.is
Kristján Benedikt Sveinsson, GA. Mynd/seth@golf.is
Ragnar Már Ríkharðsson, GM. Mynd/seth@golf.is
Viktor Ingi Einarsson, GR. Mynd/seth@golf.is
Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd/seth@golf.is
Arnór Snær Guðmundsson, GHD. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ