Auglýsing

Tímarit Golfsambands Íslands, Golf á Íslandi, komið út í fyrsta sinn á árinu 2020 í byrjun júní.

Að þessu sinni var tímaritið eingöngu gefið út í rafrænu formi en rafræna útgáfu af Golf á Íslandi hefur mátt nálgast á netinu um hríð.

Tímaritið var því ekki í prentaðri útgáfu að þessu sinni en greinum úr tímaritinu er einnig gerð góð skil á vefsíðunni golf.is.

Nálgast má allar útgáfur af tímaritinu Golf á Íslandi með því að smella hér.

Óhætt er að segja að viðtökurnar á fyrsta tbl. Golf á Íslandi 2020 hafi komið skemmtilega á óvart.

Tímaritið fékk á fyrstu dögunum yfir 22.500 „snertingar“ og vel á sjöunda þúsund lesendur hafa flett tímaritinu fram og til baka.
Mörg hundruð lesndur hafa hlaðið tímaritinu niður í tölvur eða spjaldtölvur á fyrstu dögum útgáfunnar.

Með rafrænni útgáfu á ISSUU fæst einnig ýmisleg áhugaverð tölfræði varðandi hegðun lesenda inn í tímaritinu. Á fyrstu dögum útgáfunnar mátti t.d. sjá að um 90% lesenda fletta blaðinu eða skoða greinar í tölvum eða spjaldtölvum – en aðeins um 10% eru að skoða tímaritið í snjallsíma. Stórar myndir og áhugaverð uppsetning efnis í tímaritinu skilar sér því vel til lesenda.

Þar að auki hafa greinar úr tímaritinu farið inn á fréttavefinn golf.is og samfélagsmiðla GSÍ – og margfaldast lesturinn við slíka dreifingu.

Fréttavefurinn golf.is hefur einnig komið vel út í mælingum á modernus.is. Vefurinn fékk á dögunum nýtt útlit og var hannað að nýju frá grunni.

Þegar mest lætur fær vefurinn um 30.000 heimsóknir í hverri viku – og fréttir úr golfíþróttinni skora mjög hátt á topplista modernus.is.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ