Á ársþingi HSÞ 12. mars sl. var Ragnar Emilsson frá Golfklúbbi Húsavíkur sæmdur Silfurmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu golfíþróttarinnar.
Ragnar hefur sinnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir klúbbinn í gegnum tíðina, átt frumkvæði að endurbótum og framkvæmdum og unnið mikið starf við uppbyggingu á starfsemi klúbbsins.
Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ afhenti Ragnari heiðursviðurkenninguna á þinginu.
