Ragnar Már og Haraldur Franklín í skemmtilegu myndbandi

Afrekskylfingarnir Ragnar Már Garðarsson úr GKG og Haraldur Franklin Magnús úr GR stunda nám og leika keppnisgolf með University of Louisiana í bænum Lafayette, þar sem aðstæður eru afar góðar til golfleiks.

Skólafélagar þeirra útbjuggu skemmtilegt myndband þar sem okkar menn ræða um á léttum nótum menningarlegan mun á Íslandi og Louisiana og ýmsar hugmyndir sem heimamenn hafa haft um Ísland, sem þeir hafa þurft að leiðrétta. Sjón er sögu ríkari.

https://youtu.be/sh5y9rJTJHM

(Visited 613 times, 1 visits today)