Golfsamband Íslands

Ragnar Már sigraði á nýju vallarmeti

Ragnar Már Garðarsson

Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigraði í karlaflokki á Egils Gull mótinu sem fram fór um helgina, mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni og það annað í röðinni í ár. 

Ragnar Már spilaði í dag á 62 höggum eða 8 undir pari sem er nýtt og glæsilegt vallarmet á Strandarvelli. Eldra met átti Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum, 63 högg.  Ragnar Már fékk níu fugla í dag eða fugl á 50% leikinna brauta, afar vel gert hjá þessum unga kylfingi. Þetta er annar sigur Ragnars Más á Eimskipsmótaröðinni í ár og er hann því með fullt hús stiga í karlaflokki.

Annar í dag varð Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili, Gísli átti einnig afar góðan dag á golfvellinum í dag en hann spilaði á 67 höggum eða á þremur höggum undir pari.  Í þriðja sæti kom svo Heiðar Davíð Bragason úr Golfklúbbnum Hamri Dalvík hann lék í dag á 71 höggið eða einu yfir pari. Næsta mót Eimskipsmótaraðarinnar fer fram á Hamarsvelli Borgarnesi um aðra helgi.

 

1. sæti  Ragnar Már Garðarsson               GKG      73/71/62 = 206 -4

2. sæti  Gísli Sveinbergsson                        GK          71772/67 = 210 par

3. sæti  Heiðar Davíð Bragason                 GHD      69/72/71 = 212 +2

Ragnar Már Garðarsson, GKG

 

Gísli Sveinbergsson, GK

Heiðar Davíð Bragasson GHD

 

Exit mobile version