Site icon Golfsamband Íslands

Ragnar Már sigraði – góður árangur íslenskra kylfinga á Spáni

Ragnar Már Ríkharðsson, GM. Mynd/seth@golf.is

Ungir íslenskir kylfingar náðu góðum árangri á sterku alþjóðlegu móti sem fram fór á Spáni.

Mótið heitir European Spring Junior og er hluti af Global Junior mótaröðinni. Alls tóku sex íslenskir kylfingar þátt.

Ragnar Már Ríkarðsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar stóð uppi sem sigurvegari eftir harða barátt við Daníel Inga Sigurjónsson úr Golfklúbbi Vestmannaeyja. Ragnar lék hringina þrjá á +9 en Daníel á +10.

Sverrir Haraldsson úr GM varð fjórði á +14, Lárus Garðar Long úr GV var á +17 í sjötta sæti. Nökkvi Snær Óðinsson úr GV varð í 9. sæti á +19 og Tómas Eiríksson Hjaltested úr GR varð í 11. sæti á +21.

Lokastaðan er hér:

Exit mobile version