Samsung Unglingaeinvígið var leikið í gær á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Allir bestu unglingar landsins tóku þátt í mótinu og sáust glæsileg tilþrif á vellinum. Að lokum stóðu þeir Dagbjartur Sigurbrandsson og Ragnar Már Ríkarðsson tveir eftir og þurfti að lokum einvígi til að skera úr um sigurvegarann. Ragnar Már sló um 3 metra frá holu af 100 metra færi en Dagbjartur 5 m.
Það er því Ragnar Már Ríkarðsson sem er sigurvegari Samsung-Unglingaeinvígisins árið 2017. Óskum við honum innilega til hamingju með sigurinn.
Heildarúrslit í mótinu urðu eftirfarandi:
1. sæti – Ragnar Már Ríkarðsson GM
2. sæti – Dagbjartur Sigurbrandsson GR
3. sæti – Böðvar Bragi Pálsson GR
4. sæti – Sverrir Haraldsson GM
5. sæti – Henning Darri Þórðarson GK
6. sæti – Bjarni Þór Lúðvíksson GR
7. sæti – Aron Ingi Hákonarson GM
8. sæti – Ásdís Valtýsdóttir GR
9. sæti – Kristófer Karl Karlsson GM
10. sæti – Sigurður Már Þórhallsson