Auglýsing

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, náði þeim einstaka árangri að leika best allra í höggleikskeppninni á Opna breska áhugamannamótinu í kvennaflokki 2021. Alls eru þrír íslenskir keppendur sem taka þátt og komust þeir allir í hóp 64 efstu sem leika í holukeppninni sem tekur við af höggleikskeppninni.

Opna breska áhugamannamótið fer fram dagana 7.-12. júní en mótið er eitt sterkasta áhugamannamót í kvennaflokki á heimsvísu og fer það nú fram í 118. sinn. Leikið á Kilmarnock, Barassie, í Skotlandi.

Mótið er hluti af keppnisdagskrá R&A í Skotlandi og sigurvegarinn fær tækifæri til þess að leika á risamótum á atvinnumótaröðum í kvennaflokki.

Ragnhildur lék gríðarlega vel á öðrum keppnisdeginum en hún lék á 66 höggum eða 7 höggum undir pari vallar. Hún lék samtals á 74-66 höggum eða 6 höggum undir pari vallar. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, lék hringina tvo á 77-72 höggum eða 4 höggum yfir pari samtals. Hún endaði í 12. sæti í höggleikskeppninni. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, lék samtals á 11 höggum yfir pari 81-76 sem skilaði henni í 53. sæti og er hún líka og Ragnhildu og Hulda Clara komin áfram í holukeppnina.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknar eru 36 holur með höggleiksfyrirkomulagi – 64 efstu kylfingarnir komast áfram í næstu umferð þar sem að holukeppni tekur við. Í holukeppninni eru leiknar 18 holur í hverri umferð en úrslitaleikurinn er 36 holur.

Skor keppenda er uppfært hér:

Sigurvegarinn fær keppnisrétt á fjórum risamótum hjá atvinnukylfingum, AIG mótinu, Opna bandaríska meistaramótinu, Evian meistaramótinu og Augusta National meistaramótinu.

Nánar um mótið hér:

Deildu:

Auglýsing
Undirbúningur hjá Guðrúnu Brá áður en hún hélt af stað til Suður Afríku að keppa á Sunshine mótaröðinni í golfi 🇿🇦Endilega fylgist með henni næstu vikur 📸
Skráning er hafin á Golfhátíð á Akranesi ⛳️ frábær skemmtun fyrir 11-14 ára af öllu getustigi 🙏🏻 nánari upplýsingar og skráning á golf.is
Frábær vika að baki hjá íslenska landsliðshópnum á La Finca Golf ⛳️Thank you for having us lafincaresort lafinca_sports

📸 kristinmariaa
Nick Carlson shot 58 today at Lo Romero 👊🏻 He needed a birdie on 18 to shoot 59 but holed 61 yards for back to back eagles and 58 🦅🦅🤯Atvinnukylfingurinn Nick Carlson úr Golfklúbbur Mosfellsbæjar lék á 58 höggum á Lo Romero af hvítum teigum. Landsliðshópur Íslands er í æfingaferð á Spáni og lék í móti innbyrðis í dag. Hann þurfti fugl á lokaholunni til að leika á 59 höggum, en sló í holu af 55 metra færi á lokaholunni fyrir öðrum erninum í röð 🦅🦅 7 fuglar, 4 ernir, 1 skolli og 6 pör.

challengetour dpworldtour nextgolftour
Auglýsing