Auglýsing

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, endaði í 61. sæti af alls 144 keppendum sem tóku þátt á Evrópumóti áhugakylfinga.

Um var að ræða einstaklingskeppni og lék Ragnhildur hringina fjóra á +12 höggum yfir pari vallar (75-70-75-80).

Alice Hewson frá Englandi og Krista Junkkari frá Finnlandi léku báðar á -7 á fjórum keppnishringjum. Þær léku bráðabana um sigurinn og úrslitin réðust á fimmtu holu, þar sem að Hewson hafði betur.

Lokastaðan:

Mótið fór fram á Parkstone Golf Club á Englandi skammt frá borginni Bournemouth. Þetta var í 32. skipti sem mótið fer fram en 144 bestu áhugakylfingar heims tóku þátt á þessu móti.

Minningu Celia Barquín Arozamena var haldið á lofti á þessu móti. Spænski kylfingurinn sigraði á þessu móti í fyrra en aðeins tveimur mánuðum síðar var hún myrt í Bandaríkjunum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ