Ragnhildur Sigurðardóttir stóð uppi sem sigurvegari í Einvíginu á Nesinu sem fram fór í gær. Þetta er í annað sinn sem Ragnhildur sigrar á þessu góðgerðarmóti sem fram fór í 22. skipti á Nesvellinum.
Keppnisfyrirkomulagið á þessu góðgerðarmóti var með hefðbundndu sniði.
Alls tóku 10 keppendur þátt og á hverri holu féll einn þeirra úr leik. Ragnhildur og Alfreð Brynjar Kristinsson, klúbbmeistari GKG, léku til úrslita um sigurinn.
Frá því að mótið fór fyrst fram árið 1997 hafa tvær konur fagnað sigri, Ólöf María Jónsdóttir árið 1998 og Ragnhildur árið 2003 og 2018.
Alls söfnuðust 500.000 kr. sem Barnaspítali Hringsins fékk í mótslok sem gjöf frá klúbbnum.
Sigurvegarar frá upphafi:
1997 Björgvin Þorsteinsson
1998 Ólöf María Jónsdóttir
1999 Vilhjálmur Ingibergsson
2000 Kristinn Árnason
2001 Björgvin Sigurbergsson
2002 Ólafur Már Sigurðsson
2003 Ragnhildur Sigurðardóttir
2004 Magnús Lárusson
2005 Magnús Lárusson
2006 Magnús Lárusson
2007 Sigurpáll Geir Sveinsson
2008 Heiðar Davíð Bragason
2009 Björgvin Sigurbergsson
2010 Birgir Leifur Hafþórsson
2011 Nökkvi Gunnarsson
2012 Þórður Rafn Gissurarson
2013 Birgir Leifur Hafþórsson
2014 Kristján Þór Einarsson
2015 Aron Snær Júlíusson
2016 Oddur Óli Jónasson
2017 Kristján Þór Einarsson
Þátttakendur í Einvíginu 2018
- Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG – Klúbbmeistari GKG 2018
- Björgvin Sigurbergsson, GK – Margfaldur Íslandsmeistari
- Björn Óskar Guðjónsson GM – Landsliðsmaður í golfi og 2. sæti á Íslandsmótinu í höggleik 2018
- Dagbjartur Sigurbrandsson, GR – Klúbbmeistari GR 2018 og Íslandsmeistari drengja 15-16 ára
- Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS – Klúbbmeistari GS 2018
- Kristján Þór Einarsson, GM – Klúbbmeistari GM 2018 og sigurvegari Einvígisins 2017
- Ólafur Björn Loftsson, NK- Klúbbmeistari Nesklúbbsins 2018 og atvinnukylfingur
- Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Landsliðskona í golfi og Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2018
- Ragnhildur Sigurðardóttir, GR – Klúbbmeistari GR 2018 og margfaldur Íslandsmeistari
- Rúnar Arnórsson, GK – Landsliðsmaður í golfi og Íslandsmeistari karla í holukeppni 2018