Golfsamband Íslands

Ragnhildur keppir á ný á LET Access móti í Svíþjóð

Ragnhildur Kristinsdóttir, keppir á Ahlsell Nordic Golf Tour mótinu sem fram fer á
Upsala vellinum í Svíþjóð dagana 4.-6. júlí.

Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu.

Mótið er það fimmta á þesu tímabili hjá Ragnhildi sem gerðist atvinnukylfingur s.l. haust.

Hún lék um miðjan júní á móti í Tékklandi en þar áður hafði hún leikið á móti í mars og um miðjan apríl.

Hún lék á móti í Svíþjóð um s.l. helgi og þar endaði hún í 37. sæti á 223 höggum (72-74-77)

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á Ahlsell mótinu í Svíþjóð.

Exit mobile version